544. - Jón Bjarki Magnússon, Kastljós, Kompás o.s.frv. Já, það gefst vel að hafa nöfn í fyrirsögnum

Líklega er það merki um pólitíska vakningu hve margir blogga í dag. Mikill fjöldi fólks finnur hjá sér hvöt til að setja orð á blað (eða réttara sagt í skrá). Mér finnst alls ekki að ég sé hrópandi í eyðimörkinni. Ég er heppinn að hafa verið settur á þann stall að vera forsíðubloggari á Moggablogginu. (Guðbjörg Hildur segir að þeir séu 200) Mér finnst það þó ekki hefta mig á neinn hátt en þó er kannski svo án þess að ég geri mér grein fyrir því. 

Grein Jóns Bjarka Magnússonar blaðamanns á DV á vefnum this.is/nei er það sem mesta athygli virðist vekja í dag. Það sem þar er sagt frá kemur mér ekki á óvart. Lengi hefur verið vitað um sjálfsritskoðun flestra fjölmiðla og áhrif valdamanna á hvað birtist þar. Sumir hafa kannski haldið að DV væri minna útsett fyrir þetta en aðrir fjölmiðlar en svo er greinilega ekki.

Svarið við þessari tilraun til að stífla almenna umræðu er auðvitað bloggið. Það er erfiðara en áður var að sópa hlutum undir teppið. Við skulum að minnsta kosti vona að svo sé og að Kastljós, Kompás, Egill Helga, Simmi, Jónas og Lára Hanna standi sig þó aðrir bregðist.

Ég er að reyna að stytta bloggin mín þessa dagana svo þetta verður ekki meira að sinni mema fáeinar myndir.

IMG 1584Ég segi það nú. Alveg er út í hött að ætla sér að leggja morgunleikfimina niður.

IMG 1579Hér er kartöflumaðurinn ógurlegi í biðröð við bæjarins bestu.

IMG 1625Hugmyndin með bréfahnífinn er góð en myndin er léleg.

IMG 1656Hofdi house, Esjan o.s.frv.IMG 1670

Þetta náttúrufyrirbrigði er í Kópavoginum.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband