522. - Um Hörð Torfa, Moggann og margt fleira

Jæja, þá er víst kominn mánudagsmorgunn einu sinni enn. Ekki þýðir að láta eins og blaðamannafundir og undanbrögð stjórvalda séu bara vondur draumur. Ég fór á mómælafund á Austurvelli á laugardaginn. Mannfjöldi virtist mér vera svipaður og laugardaginn á undan. Fór í Kolaportið áður en fundurinn var búinn eftir að hafa fengið smásúpuslettu sem var ágætt í hráslaganum. 

Heyrði ekki hvort Hörður Torfa eggjaði menn til að fara að lögreglustöðinni við Hverfisgötu eins og sumir segja. Hafi hann gert það þá eru það mistök. Núna er einmitt að koma út æfisaga Harðar Torfa þó ég muni ekki í augnablikinu hvað bókin heitir. Það eru líka mistök en kannski ekki hans.

Hörður hefur að mörgu leyti staðið sig vel í þessu mótmælastandi öllu og ekki er hægt að efast um einlægni hans í mannréttindamálum. Enginn kemst þó mistakalaust í gegnum lífið. Ég ætla ekkert að fjölyrða um lætin við lögreglustöðina en þau sýna bara að ástandið er eldfimt og ekki má mikið útaf bera.

Er Mogginn orðinn aðalmálsvari lítilmagnans í landinu? Öðru vísi mér áður brá. Ólafur Thors mundi snúa sér við í gröfinni ef hann vissi af þessu. Ef Jón Ásgeir á Fréttablaðið hver á þá Moggann? Björn Bjarnason kannski? Nei annars þetta er ekkert fyndið með fjölmiðlana. Þeir eru á hraðri niðurleið. Fólk er alveg hætt að trúa þessum sneplum.

Leynimakk út yfir líf og dauða. Ættingjar fengu ekki aðgang að tölvupósti látins manns. Athyglisverð frétt var á mbl.is fyrir nokkru. Hún var héðan frá Íslandi en ég hef fáa séð fjölyrða um hana. Maður sem lést hafði haft tölvupóstfang hjá fyrirtæki sem hann hafði áður starfað hjá. Þegar hann dó vildu ættingjar hans fá aðgang að tölvupóstinum en var neitað um það. Persónuvernd komst í málið og tók undir það að enginn mætti hnýsast í þessa tölvupósta. Ef einhver getur sannað að hann sé annaðhvort Guð almáttugur eða sá svarti sjálfur fær hann þó líklega að sjá þessa háleynilegu tölvupósta. Ég bíð spenntur og Jónína Ben sennilega líka.

Og svo er það vantrauststillagan í kvöld. Ekki dettur mér í hug að hún verði samþykkt. Líklega rata allir á sína jötu og greiða atkvæði eftir flokkslínum. Þetta lið ætti að segja af sér á einu bretti.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Hörður hvatti menn til að ganga að lögreglustöðinni og viðhafa friðsöm mótmæli. Rétt eins og hann notar hvert tækifæri til að hamra á því að allt fari friðsamlega fram. Undiraldan er bara slík að friðsemdarmenn geta stýrt atburðarásinni öllu lengur.

Haraldur Hansson, 24.11.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Svona svo það sé á hreinu þá er það Björgúlfur eldri sem er stæðsti hluthafinn í Árvakri en hvort það er beint eða óbeint man ég ekki.

Einar Þór Strand, 24.11.2008 kl. 01:45

3 identicon

Mætti á Austurvöll á laugardaginn sem fyrr. Súpueldhúsið byrjað, stutt röð til að byrja með.

Aukning þar frá síðasta fundi og raddir farnar að hækka.

Ég tel þetta vera dómgreindarleysi hjá Herði Torfasyni að  blanda sér inn í mótmælin við lögreglustöðina Hverfisgötu. 

Hörður hefur staðið sig vel við umsjón mótmælanna á Austurvelli og er í framvarðalínu þessarar samkomu fólks úr öllu þjóðfélaginu.

Honum ber því skilyrðislaust að halda sig frá mótmælum þessum ótengdum.

Ég met þetta þannig á að Hörður hafi með þessari íhlutun sett minni hagsmuni fyrir meiri.

Hann féll því í gryfjuna og spurning hvort hann komist upp úr henni. Sjáum til.

Kveðja Hákon Jóhannesson

Hákon Jóhannesson 24.11.2008 kl. 09:21

4 identicon

Dettur nokkrum í hug að lögreglan hafi verið svo grandalaus að handtaka einmitt þennan mann á einmitt þessum tíma án þess að gera sér grein fyrir að nú myndi sjóða upp úr? Gæti nokkuð verið að nú hafi þótt tímabært að til einhverra ryskinga kæmi til að kasta rýrð á mótmælaaðgerðir yfirleitt? Þetta virðist hafa virkað á marga ... Hörður hvatti sem endranær til friðsamlegra mótmæla, bæði á Austurvelli og hvar sem menn sjá ástæðu til. Þau munu ekki hljóðna þótt eggjum sé kastað eða að upp úr sjóði í samskiptum við lögreglu - sem reyndar byrjaði að sprauta piparúða án nokkurrar viðvörunar.

Ragnheiður Gestsdóttir 24.11.2008 kl. 10:19

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta var mjög klaufarleg framganga að hálfu lögreglunnar. En svo er annað mál, að mótmælin munu eflast og einnig verða harðari. Það er beinlínis að kalla á þetta, þegar það er ekki hlustað á rödd almenningsins.

Úrsúla Jünemann, 24.11.2008 kl. 12:30

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég tek undir hvert orð hjá Ragnheiði. Ég held að þetta sé einmitt sannleikurinn í hnotskurn.

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.11.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband