511. - Blaðamannafundir um ansi lítið

Svei mér þá. Þrýstingurinn á Geir er sennilega að verða óbærilegur. Að halda sérstakan blaðamannafund um að halda eigi landsfund hjá Sjálfstæðisflokknum eftir nokkra mánuði. Ég held að lengra verði varla komist í viðleitninni til að velta hlutunum á undan sér. Líklega dreymir Geir um að halda völdum allt til landsfundar og jafnvel eftir hann ef allt fer að hans óskum.

Það var síðan fátt nýtt sem kom fram á seinni blaðamannafundinum. Jú, sennilega eru Íslendingar að beygja sig í icesave málinu. En það vissu nú allir.

„Dimmt er yfir mannheimum og Guð er dottinn í það", segir Sigurður Þór. Ljótt er að heyra þetta með fylliríið en ég held að það sé ekkert dimmara yfir mannheimum en venjulega. Það er bara dimmt yfir hér á norðurslóðum eins og vant er um þetta leyti árs og bankakreppa Vesturveldanna reynir svolítið á fjármálakerfi heimsins. Hjá okkur Íslendingum er þetta heldur verra en það birtir aftur. Kannski verða efnin ekki eins mikil og venjulega en náttúran mun ekkert láta allt þetta vesen á sig fá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

já, skrýtið að öll þjóðin er í limbói og enginn veit neitt og halda svo blaðamannafund um ekki neitt. skrýtið.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 14.11.2008 kl. 19:56

2 Smámynd: Jóhann Kristjónsson

"Núna er geysilega skemmtilegur og spennandi tími framundan" sagði varaformaðurinn á þessum blaðamannafundi. Hvað  skyldi hún eiga við með því ? Ég reikna ekki með að venjulegir borgarar þessa lands sé henni sammmála.

Jóhann Kristjónsson, 14.11.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband