163. blogg

Atli Harðarson hringdi í mig í gær. Hann og Björgvin eru að undirbúa ættarmót í júní næsta sumar. Þetta er nú allt á undirbúningsstiginu ennþá og eflaust á ég eftir að blogga oftar um þetta.

Atli sendi mér fréttabréf um þetta efni. Þar var kort af svæðinu (Mýrdalurinn) myndir af skólanum (gamli barnaskólinn að Ketilstöðum) og hótelinu (Dyrhólaey) sem er þarna rétt hjá. Þeir ættingjar sem þetta lesa geta rukkað eitthvað af okkur systkinunum um meiri upplýsingar ef þörf er á.

Alveg tókst mér lygilega vel að myndskreyta bloggið mitt í gær. Ég ætti kannski að fara að leggja þetta fyrir mig. Allavega á ég alveg eins von á að ég haldi áfram með einhverjar tilraunir. Þetta er alls ekki svo vitlaust og hreint ekki flókið. Þolinmæðisverk er það samt dálítið að senda myndirnar, en sennilega er það tölvunni að kenna.

nullHér er til dæmis mynd af Ingibjörgu. Ekki veit ég hvað kettlingurinn heitir, en það er eins og hann sé hálfhræddur greyið. Benni skannaði allar þessar myndir fyrir mig um daginn.

 

 

 

 

 

 

 

 

nullOg hér er mynd af Áslaugu með sama kettlinginn sýnist mér og áreiðanlega tekin í sama skipti. Þessar myndir snúa ekki eins svo ég veit ekkert hvernig þær koma út. Þetta eru bara tilraunir.

 

 

 

 

nullOg hér er Hölli að mynda hina frægu Bingóútsendingu sem ég sagði frá í síðasta bloggi.

Jæja best að ég láti þetta nægja að sinni. Næst þarf ég að prófa að setja litmyndir og kannski ég fari bara að safna myndum til að setja upp. Nei, segi bara svona. Mér finnst miklu merkilegra að setja gamlar myndir á bloggið mitt, en myndir sem ég finn að Netinu.

Fór í dag að skoða vinsælustu bloggin á Moggablogginu. Ég vissi svosem að ekki þýddi fyrir mig að gera ráð fyrir að ég væri meðal þeirra 50 vinsælustu en þegar ég skoðaði 400 vinsælustu bloggana sá ég nafnið mitt nr. 387. Þetta hef ég ekki séð áður svo líklega er þetta met. Auðvitað er þetta nokkuð há tala en kannski í áttina ef svo má segja.

Hafdís var í fréttunum í sjónvarpinu í kvöld. Þar var hún að afhenda jól í skókassa. Ég fór með henni og Áslaugu að skila þessum kössum því tíminn var víst að renna út. Allt gekk þetta vel og við fengum okkur svolítið af kaffi og kökum á eftir og skoðuðum myndir og bréf á veggjunum og tókum að sjálfsögðu eftir sjónvarpsmönnunum en reiknuðum ekki með því að koma í fréttunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband