3195 - Kattavísindi

Mamma og Amma sögðu alltaf að þau sem sáu óorðna hluti sæmilega fyrir hefðu svokallaðan „sagnaranda“. Þar gat bæði verið um dýr og fólk að ræða. Jói segir að Breki viti alltaf uppá hár hvenær Hafdís kemur heim. Ég var víst eihverntíma búinn að lofa að segja eitthvað um sálarlíf katta. Ekki hef ég í hyggju að gera það núna, en heyrn þeirra kemur þar við sögu. Eins og flestir vita hafa kettir afburðagóða heyrn. Hún ásamt innbyggðri klukku nægir að mínu viti til þess að skýra þetta með Hafdísi. Kettir vita ávallt með 100% nákvæmni úr hvaða átt hljóð kemur. Sennilega vita þeir einnig hve langt er að upptökum hljóðsins og geta þannig greint bílhljóð útí hörgul. Þetta með „gestaspjótið“ er erfiðara að skýra, en verið gæti að það væri verulega ýkt.

Annars er sálarlíf katta gagnmerk vísindi og verður seint lokið. Alltaf má þó reyna.

Fyrir utan þetta hef fátt að segja núna og læt þessu því lokið. Auðvitað er þetta blogg í styttra lagi, en við því er ekkert að gera. Skárra er að blogga stutt en allsekki.

Bið ég svo hugsanlega lesendur vel að lifa.

IMG 3539Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband