3179 - Slysaskot í Palestínu

Nú er ég kominn í sæmilegan gír við bloggskrifin. Skrifa þó óttalega hægt og horfi alltaf á það sem ég skrifa. (það gerði ég ekki þegar ég var uppá mitt besta og skrifaði eftir handriti).

Enrico Fermi var ítalskur og á margan hátt má segja að hann hafi fundið upp kjarnorkusprengjuna, þó Robert Oppenheimer hafi verið yfirmaður Mahattan verkefnisins sem sá um smíði fyrstu sprengjunnar af því tagi. Margar þúsundir karla og kvenna unnu að því verkefni og auðvitað er ekki auðvelt að segja hver hafi fundið slíkt upp. Fermi fékk Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 1938 og segja má að hann hafi verið heilinn á bakvið verkefnið.

Þetta er ansi fjölbreytt hjá mér. Ég veð semsagt úr einu í annað.

Ég horfi á í línulegari dagskrá í sjónvarpinu Fréttirnar, Gísla Martein, bækurnar hjá Agli ásamt Kappsmáli og annað horfi ég ekki á í sjónvarpinu. Föstudagarnir eru semsagt mínir aðalsjónvarpsdagar. Hápunkturinn hjá Gísla Marteini í gærkvöldi var Slysaskotið í Palestínu, auk þess sem mér finnst Halldóra Geirharðsdóttir alltaf eiga heima í Hveragerði. Veit ekki af hverju.

IMG 3704 

Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband