3177 - Tvær bækur

Kiddy og Garðar eru víst að flytjast norður á Dalvík. Af því tilefni komu hingað fáeinar bækur  um daginn. Tvær þeirra er ég að hugsa um að lesa við tækifæri. Annari þeirra ( þeirri minni) er ég þegar byrjaður að á og eiginlega búinn með . Hún er eftir Mikhael Torfason og er einslags byrjun á ævisögu hans og fjallar að sjáfsögðu mestmegnis um Votta Jehóva. Bókin heitir: ( að mig minnir ) Týnd í Paradís.

Þar er fjallað um ýmis mál sem snerta líf og dauða auk trúmála yfirleitt og finnst mér þessi bók á allan hátt vera mjög athyglisverð, en eins og menn muna fjallar bókin mikið um Votta Jehóva og strákinn sem þurfti að gefa blóð. Segja má að þessi trúarbrögð séu á vissan hátt afsprengi Aðventista. Ekki finnst mér ástæða til að fjalla mikið um efni bókarinnar hér, en hvet alla til að kynna sér hana hafi þeir ekki gert það.

Hin bókin nefnist Jónsbók og er eftir Einar Kárason. Fjallar um Jón Ólafsson í Skífunhni og er ævisaga hans. Ég kannast svolitið við hann síðan ég vann á Stöð 2. Margt áhugavert hefur vafalaust hent hann. En þá bók er ég ekki búinn að lesa, aðeins blaðað svolítið í henni.

 

IMG 3715Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband