2530 - Kosningar, ríkisstjórn, o.fl.

Eins og allflestir Íslendingar tek ég nú ţátt í ríkisstjórnarkaplinum. Klausuna hér fyrir neđan setti ég áđan á fésbókina, ţví mér finnst áríđandi ađ ţessi hugmynd komist á flot. Sennilega er hún ţađ nú ţegar, međ öllu án míns tilverknađar geri ég ráđ fyrir. Flestir sem um kosingaúrslitin skrifa eru ţó óhóflega langorđir. Margir vilja halda stćrsta flokknum utan viđ ríkisstjórn og ađ talsvert sé á sig leggjandi til ţess ađ ţađ megi takast. Framsókn vill vera međ öllum, en enginn vill ótilneyddur vera međ henni.

Ţetta er mín hugmynd í sem allra fćstum orđum og ég setti ţađ svotil óbreytt á fésbókina:

Nú er kosningunum lokiđ, en eftir ađ mynda ríkisstjórn. Ég vona bara ađ ţađ taki ekki alltof langan tíma og eins mundi ég óska ţess ađ íhaldsamasta flokki landsins verđi haldiđ utanviđ ţá ríkisstjórn. Ég vil nefnilega breytingar á ýmsu (ađallega eftir mínu höfđi ađ sjálfsögđu) en ekki ţá stöđnun og kyrrstöđu sem Bjarni Benediksson bođar. Ađ ţingflokkar Samfylkingar og Bjartrar framtíđar veiti slíkri ríkisstjórn hlutleysi sitt, án ţess ađ fá ráđherra í henni, líst mér viđ fyrstu sýn nokkuđ vel á.

Ţetta ţýđir ađ sjálfsögđu minnihlutastjórnstjórn Viđreisnar, Pírata og Vinstri grćnna, sem samtals hafa 27 ţingmenn. Ekki vil ég segja neitt um ráđherra í ţeirri ríkisstjórn, en mannvaliđ ćtti ađ vera nóg. Lćt ég svo lokiđ speglasjónum (spekúlasjónum) um pólitík ađ ţessu sinni.

Í Kyndlinum mínum fann ég áđan bókina (skáldsöguna) „The Marchers“. Bakgrunnur hennar er byltingin í Íran (Persíu) sem lengi hefur vakiđ áhuga minn. Verst hvađ ég hef lítiđ álit á skáldsögum og hve seinlesinn ég er og gleyminn.

Ţessi bók er pdf-skjal sem allir hljóta ađ vita hvađ ţýđir. Hún er samt áreiđanlega ekki „stolin“ ef svo má segja. Ég hef örugglega fengiđ hana ókeypis á Amazon ţví ég fć mér eingöngu rafbćkur ţar sem ekki kosta neitt. Ţćr eru nú um 75 ţúsund talsins. Ţetta er ađ ţví er ég best veit nýleg bók. Á Amazon kostar hún núna $5,30.

Er nýbúinn ađ lesa bók sem heitir „Denali nights“ en Denali er ađ sjálfsögđu annađ nafn á Mt McKinley sem er hćsta fjall Norđur-Ameríku og er í Alaska. Ţessi bók er ennţá ókeypis á Amazon. Hún er einskonar dagbók manns sem tók ţátt í leiđangri ţangađ. Fjallgöngur, ís og kuldi heilla mig ennţá ţó ég geti ekki lengur stundađ neitt ţessháttar.

Fékk áđan eftirfarandi orđseningu frá fésbókarguđunum:

You're in control of who can see the things you post

Sćmundur, it looks like someone who isn't your friend recently liked one of your posts. We want to make sure you know who can see the things you post. To learn more, check out Privacy Basics.

—The Facebook Privacy Team

Í stuttu máli sagt ţá hef ég engin áform uppi um ađ gerast „fésbókarfrćđingur“ og er alveg sama ţó ţeir sem ţađ vilja geti lesiđ ţađ sem ég skrifa.

IMG 3049Einhver mynd.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband