2405 - Óða fólkið

„Hollustan býr í hringnum“, segir í auglýsingunni. Þetta er dæmigerð auglýsingavitleysa. Þeir sem samið hafa þetta dettur varla í hug að nokkur trúi þessu, en þetta hjómar ágætlega og mjög hátt hlutfall fullyrðinga í auglýsingum er einmitt þessu marki brennt. Þær hljóma vel en oftast er ekkert á bakvið þær og jafnvel er augljóst frá upphafi að um tóma vitleysu er að ræða. Nenni ekki að fjölyrða um þetta en ágætis dægrastytting er að koma auga á augljósar vitleysur í auglýsingum.

Gleypist með glasvatni. Hmm. Er það líkt og kranavatn? Eða kannski eldvatn? Eða stöðuvatn? Nú er ég kominn á það stig í mínu bloggveseni að ég er farinn að safna góðum replikkum. Hver gerir það svosem ekki. Ég hef gert það áður. Eða a.m.k. reynt það. Sennilega gleymt þeim þrátt fyrir það jafnóðum. Sumir setjast bara við ritvélina eða tölvuna og reyna að láta engar sleppa. Það hef ég ekki reynt. Og margar (replikkur) þarafleiðandi týnst. Ein hugmynd er að láta á blaðið það sem manni dettur í hug aðra hverja mínútu. Skyldi það vera skynsamlegt? Ein er sú saga sem ég hef oft sagt. Sú er að jafnan sé ég með einhverja vísu í huganum. Þetta er reyndar alveg satt. Sú sem ég er með núna er svona:

Áður hafði áforn glæst
engin þó að hafi ræst.
Nú er það mín hugsjón hæst:
„Hvenær verður étið næst?“

Einu sinni einsetti ég mér að geyma þessa vísu í huganum þangað til ég væri kominn á elliheimili. Nú er ég semsagt ekki eins viss um að ég endi mína ævidaga á slíkri stofnun. Hvað skyldi þá vera hægt að gera við þessa vísuskömm? Auðvitað er þetta upplagt bloggstöff. Margt verður þannig með tímanum að þó ég hafi ætlað að geyma það þangað til á banastundinni – eða nálægt henni - að það verður ansi lítilvægt að lokum. Nú er ég að verða búinn að skrifa skammtinn minn, segir wordið, svo ég fer bara að hætta.

Nú, er það ekki góða fólkið sem er óða fólkið, er það vonda fólkið? Þetta fer nú að verða svolítið flókið. Hvað ef fólk er nú bara pínulítið gott? Ég skil þetta ekki. Ég verð bara að segja það.

WP 20141227 10 33 27 ProEinhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hún er ekki á háu plani sú umræða sem keyrð hefu verið áfram að undanförnu með því að búa til hugtakið góða fólkið og hamra á því á þann hátt að gera það að háðs- og skammaryrði.

Ómar Ragnarsson, 11.1.2016 kl. 16:26

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér með auglýsingarnar, sérstaklega þessar um lottóið sem höfðar til græðgi.  Það verður að hafa í huga að börn hlusta á þetta líka, og trúa því sem sagt er.  Eða það sést hverjir drekka Kristal?? hvernig sést það eiginlega, í auglýsingunni af því að fólkið flýgur upp í loftið.  

Sammála líka með góða fólkið, óðafólkið og slæma fólkið.  Hallærislegt svona frekar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2016 kl. 22:17

3 identicon

Hugtakið "góða fólkið" smellhitti í mark og náði flugi vegna þess að það opinberaði hræsni og sjálfbirgingshátt fjölmargra Íslendinga sem líklega voru mest af pólitískum rótum að reyna að koma ómennsku stimpli á þá sem ekki voru þeim sammála.

   Á trúlega rót sína að rekja til ofboðslegar biturðar vinstrimanna að vera hafnað í síðustu alþingiskoningum og hræðsu þeirra við að missa borgina í kjölfarið. Því var stokkið á vagnin gagnvart þeim sem vöruðu við kolrangri innflytjendapólitík í nágrannalöndum og undanlátsemi gagnvart múslimum varðandi grundvallarmannréttindi svo sem tjáningafrelsi og jafnrétti kynjanna. 

Atriði sem eru æ ofan í æ að sanna sig að hafa verið réttmæt viðvörunarefni á sínum tíma.

Þar hjuggu þeir er hlífa skyldu, þ.e. vinstri mennirnir að ráðast að þeim er vöruðu við þessum hættum, því a.m.k. í orði þykjast þeir vera sjálfkjörnir fulltrúar góðmennskunnar,veifandi á tillidögum hugtökum eins og frelsi jafnrétti og bræðralagi. 

Þetta er svo sem ekki bundið við Ísland eins og sést hvernig réttindi fjölda kvenna voru hundsuð af lögrelguyfirvöldum í Evrópu í nafni misskilinnar góðmennsku gagnvart ofstækisöflum.

Þetta fólk á auðvitað fyrir vikið skilin hæðnis og smánarstimpilinn "góða fólkið" svo lengi sem það lætur ekki af heimsku sinni. 

Hugtakið "óða fólkið" er svo aftur algjörlega misheppnað og missir marks sem einungis enn ein tilraun af hálfu "góða fólksins" að ástunda sína skoðanakúgun. Tilbrigði við rasistablaðrið. 

ps. Vísan er ansi góð!

Bjarni Gunnlaugur 12.1.2016 kl. 01:24

4 identicon

Vísan minnir aðeins á vísu eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík sem hann mælti fram í útvarpsviðtali þá orðinn gamall og hrumur á elliheimili.

Áður reið ég hratt í hlað 

hafði margt að segja

en mér er loks að lærast það 

að labba hægt og þegja

Bjarni Gunnlaugur 12.1.2016 kl. 01:30

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ómar, hugtakið "Góð Fólkið" var síður en svo búið til á Íslandi.  Það rétta er að það var "Íslenskað" úr enska máltækinu "Do-gooders" og sé ég ekki betur en að ágætlega hafi tekist til.  Prófaðu að "googla" þetta hugtak, í það minnsta fannst mér niðurstöðurnar áhugaverðar.

Jóhann Elíasson, 12.1.2016 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband