2165 - Kópavogsdagar

Vera kann að einhverjum þyki myndirnar mínar betri en skrifin. (Mér finnst það stundum.) Benda má þeim á að hægt er að skoða (flestar) myndirnar með því að velja albúm og síðan velja ýmislegt – búið að birta. Eða eitthvað þess háttar. Kannski er mér að fara fram í myndatökum. A.m.k. er ég farinn að birta tvær með hverju bloggi. Gleymdi því að vísu um daginn.

Mér skilst að pollapönkarar hafi sungið á Evróvision um að flæma fordóma í burtu. Kannski hefur þeim orðið eitthvað ágengt. Sagt er að stytta af litla svarta Sambó sem á að hafa verið flaggað mikið á kaffihúsi einu í Reykjavík hafi verið tekin í burtu. Ekki veit ég samt neinar sönnur á því eða að þessi mál tengist á nokkurn hátt.

Hugsanlega er Pútín ekki nærri eins slæmur og margir vilja vera láta. Því hefur verið haldið fram að Rússar þurfi sterkan og áhrifamikinn leiðtoga. Vissulega er Pútín óþægilega hægri sinnaður og mikill öfgamaður. A.m.k. finnst vinstri mönnum það. Kannski er það rétt. Að sumu leyti virðist Pútín vera Hitler endurborinn. Samt held ég að við verðum að treysta honum. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að ef kosningarnar í Úkraínu 25. maí takast sæmilega sé ennþá von til að komast megi hjá borgarastyrjöld þar. Pútín er hugsanlega sama sinnis og álítur kannski heppilegast fyrir Rússa að sætta sig við það. Hann er þó eini þjóðarleiðtoginn sem virðist tilbúinn til að fara í stríð.

Ef ég er lélegur spámaður fyrir íslensk stjórnmál er engin ástæða til að ætla að ég sé skárri hvað heimspólitík snertir, svo kannski er best að taka framrituðu með mikilli varúð.

Skelfing er Íslensk Erfðagreining umdeilt fyrirtæki. Sumir virðast undir eins taka upp deilupennann sinn ef þeir heyra minnst á það. Held reyndar að þetta sé ekkert nema nafnið því fyrirtækið er farið á hausinn að ég held. Hef ekkert bréf fengið um málið og er þar af leiðandi ekki í náðinni svo ég veit ekkert hvernig átti að framkvæma þessa munnvatnstilraun. Hefði sennilega lent í vanda ef ég hefði fengið slíkt. Mér finnst Kári alltaf nokkuð sannfærandi, þó hefur margt verið undarlegt við rekstur fyrirtækisins á liðnum árum.

Spilling er mikil á Íslandi. Lekamálið er örugg vísbening um það. Það endar alveg áreiðanlega Hönnu Birnu í hag. Annars væri hún afar lélegur lögreglumálaráðherra. Ef mönnum tekst að komast í áhrifastöðu hér á landi er það mikill klaufaskapur að nýta sér það ekki. Auðvitað eru menn samt misjafnlega lunknir við það.

Greinilega er sumarið komið. Ef veðurguðirnir tækju uppá því að gera hret núna er ég hræddur um að einhverjir mundu missa sig. Gróður er kominn vel af stað og ekkert fær stöðvað framrás sólarinnar. Ég er búinn að uplóda slatta af myndum og núna er bara um að gera að standa sig í að blogga. Opið hús er núna um helgina hjá listamönnum með vinnustofur í Auðbrekku, bæði í Norm-X húsinu og annars staðar. Þar er boðið uppá léttar veitingar og glaðst yfir öllum sem láta sjá sig. Um að gera að drífa sig.

IMG 0392Langur bíll.

IMG 0397Sitjandi brunahani.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kári Stefánsson er klár, líklega mjög intelligent. En það hefur alltaf verið of mikið "hype" í kringum deCode. Þetta er Kára sjálfum um að kenna. Hann er þessi týpíski Íslendingur sem verður sjálfhverfur, ef ekki montinn, ef vel gengur.

Það sem er verið að gera hjá deCode mundi ég frekar kalla "applied research", en vísindi. Með rétt tæki og þjálfaða starfsmenn er þetta gert samkvæmt standard cookbook. Að taka 100.000 munnvatnssýni er svipað og taka 100.000 prufur úr sjónum í kringum landið og efnagreina þær nákvæmlega, með nýjustu tækjum. "Applied research". Væri hægt að birta niðustöður í frægum tímaritum.

Þá skulu menn fara mjög varlega í öllu tali um að þetta sé "grunnurinn" að nýjum lyfjum, eins og Hildur Eir Bolladóttir virðist halda. Mér er ekki kunnugt um eitt lyf á markaðnum í dag, sem hefur verið þróað "based on" rannsóknum frá deCode né öðrum rannsóknarstofnunum á sama sviði.

Það er nefnilega stóra vandamálið, skrefin frá gen greiningum í ný lyf, þ.e.a.s.

"gene-based approache to drug development".

Haukur Kristinsson 11.5.2014 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband