1957 - Bláu appelsínurnar

Friðjón með bláu appelsínurnar (ég er reyndar ekkert hissa á því að appelsínurnar séu bláar. Frekar er ég hissa á þessu með eplin frá Kína) heldur því fram að Framsókn sé varla stjórntæk og styður mál sitt ýmsum útreikningum. Sennilega finnst BjarnaBen það ekki heldur. Þá er bara fyrir Bjarna að bíða eftir Ólafi Ragnari og vona að hann láti sig fá umboðið næst. Þá fer Sigmundur væntanlega í fýlu og enginn veit hver endirinn verður.

Við mennirnir erum eins og hverjir aðrir ánamaðkar á andliti jarðarinnar. Með tilstyrk svonefndrar þróunar hefur okkur tekist að komast að mestu hjá eðlilegri fækkun af völdum náttúrunnar og álítum sjálfa okkur mun merkilegri en þau litlu skorkvikindi sem við kremjum umhugsunarlaust undir skóhæl okkar. En erum við það? Hugsanlega ekki í augum þeirra sem vel gætu kramið okkur umhugsunarlaust undir skóhæl sínum. Auðvitað er þessi hugsun ekkert frumleg en hún hefur e.t.v. ekki verið orðuð nákvæmlega svona áður. Og ég er hvorki betri né verri maður fyrir vikið.

Í bók sinni „My great predecessors“, (fjórða bindi) segir Garry Kasparov eftirfarandi:  Edward Lasker recalls: „Janowski took dinner with me, obviously quite perturbed about the course the game had taken. He realized that he had overlooked the winning move, and he said: „You know, Lasker, you were right. The boy is a wonder. I  have the feeling that I will lose that game.“

Og hann tapaði. Þarna er verið að vísa í fræga skák milli Janowski og Reshevsky. Reshevsky varð að vísu neðstur í þessu litla skákmóti sem haldið var í NewYork árið 1922 en þessi sigurskák 10 ára drengs gegn heimsfrægum stórmeistara er með frægustu skákum veraldarsögunnar. Er einmitt að lesa ágrip af þessum frægu bókum Kasparovs sem ég fékk ókeypis á kyndilinn minn og bíð eftir að vita hvað hann segir um „deep blue“.

Kannski ætti ég að einbeita mér að því að skrifa um það sem ég hef pínulítið vit á. Það er einmitt skáksagan. Líklega hef ég lítið vit á öllu öðru, þó ég þykist auðvitað vita allt.

Afar undarlegt er að sumir virðast telja Fésbókina taka fram lífinu sjálfu. Stofna allskyns síður, út og suður, með hinum undarlegustu nöfnum og kenna hver öðrum um. Virðast halda að enginn geri annað en lesa fésbókarsíður. Blaða- og fréttamenn gera þessum vesalingum oftast alltof hátt undir höfði.

Eins og sjá má af myndum reynir Ólafur Ragnar forseti að lækka rostann í flestum sem að Bessastöðum koma með því að láta þá setjast við gamla hurð sem hann hefur látið setja (eða sett sjálfur) búkka undir svo hún líkist svolítið borði. Ekki veit ég hvort þetta ber alltaf árangur en hann vill greinilega þrautreyna þetta ráð áður en hann gefst upp. Grínistar á mbl.is hafa meira að segja smíðað nafn á hurðarskirflið og kalla það Jóhann landlausa og búið til langa sögu um það alltsaman.

IMG 3106Reykjarmerki send.


mbl.is Segir Framsókn tæpast stjórntæka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband