1894 - Pólitík

Lára Hanna skrifar um Framsóknarflokkinn og finnur honum flest til foráttu. Mér finnst mest áberandi hve ólíkir einstaklingar eru þar innanborðs. Skil t.d. ekki hvað Eygló Harðardóttir er að gera þar. Á viðkvæmum mótunarárum var ég í Samvinnuskólanum að Bifröst og lærði að meta sjálfmenntaða bændahöfðingja (ehemm) sem urðu uppistaða Samvinnuhreyfingarinnar. Samvinnusagan var samt hundleiðinleg sem námsgrein og SÍS er farið á hausinn.

Það er að verða spurning hvort Samfylkingin er ekki komin hægra megin við Framsóknarflokkinn og þá er illt í efni fyrir þá sem vilja halda sig við fjórflokkinn. Margt bendir til að mikill meirihluti kjósenda geri það einmitt. Sjálfstæðisflokkurinn kann að einangrast langt til hægri eins og víðast er með íhaldsflokka annarsstaðar á Norðurlöndum. Ég veit að hægri og vinstri eru hugtök sem eru á undanhaldi og mjög mismunandi skilningur sem er lagður í þau.

Þó margt af því sem samsteypustjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar gerði á sinni tíð (munum að Halldór Ásgrímsson losaði sig við Steingrím, breytti Framsóknarflokknum talsvert og færði hann til hægri) hafi reynst afar misheppnað (vægast sagt) er ekki þar með sagt að allt sem þessir flokkar gera í framtíðinni sé misheppnað líka. Framsókn hefur endurnýjað sig talsvert eftir Hrun en Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Það er rétt hjá Baldri Hermannssyni að hugsanlegt er að kjósendur meti það einhvers.

Annars leiðist mér pólitík og reyni eins og ég get að vera hlutlaus í þeim efnum. Margir sem skrifa um þau mál eru samt orðljótari en eðlilegt er. Ekki er alltaf sagður allur sannleikurinn í fjölmiðlafréttum og ruglandinn í peninga- og lánamálum er skelfilegur. Sumir sem virkir eru í athugasemdum virðast vera að reyna að æsa fólk til óhæfuverka.

Spái því að þau mál sem eftir eiga að komast í gegnum þingið verði fá og á flestan hátt misheppnuð. Fiskveiðikerfið batni ekki að neinu ráði og einhverjar stlitrur úr stjórarskrármálinu verði samþykktar. Spyrjum að leikslokum og sjáum til hvernig þinginu lýkur.

IMG 2648Blokk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband