1822 - ESB

Get ekki að því gert að mér finnst málflutningur þeirra sem eru sem mest á móti inngöngu okkar í ESB einkennast talsvert af því að þau setji ekki lífskjörin sjálf í fyrsta sæti þegar um framtíðina er rætt. Einhver óljós hugtök um sjálfsákvörðunarrétt, þjóðhollustu og þess háttar eru meira metin.

Um þetta er þó ekki mikið að fást ef það er meirihluti þjóðarinnar sem er fylgjandi þessu. Sá meirihluti verður að ráða. Mér finnst málflutningur æði margra einkennast af því að það sjálft eigi að ráða en ekki fjöldinn. Auðvitað er hægt að hafa áhrif á fjöldann og hefur alltaf verið hægt. Það þýðir samt alls ekki að meirihluti fólks sé fífl.

Ef fylgjendum aðildar tekst ekki að telja nægilega mörgum trú um að slík aðild sé æskileg verður að horfast í augu við að málstaðurinn sé e.t.v. ekki nógu góður. Mér finnst bera meira á þeim málflutningi hjá andstæðingum aðildar að neita með öllu að horfast í augu við að afstaða þeirra kunni að vera röng að því leyti að meirihlutinn vilji í raun annað.

Tímasetning kann að skipta miklu máli þarna. Mér finnst vera Bandaríkjahers hér á landi vera ágæt til samanburðar. Margir voru mjög á móti veru hans og segja má að það hafi verið dæmigert „já eða nei“ mál á svipaðan hátt og aðildin að ESB er núna. Aldrei fékkst samt úr því skorið hvort meirihluti þjóðarinnar vildi að hann færi eða ekki.

Í þá daga tíðkuðust ekki þjóðaratkvæðagreiðslur og varla er hægt að segja að þær geri það enn. Þjóðin er þó mun upplýstari nú en þá var og vel getur verið að þjóðaratkvæðagreiðslur í mun ríkari mæli en verið hefur henti okkur vel. Fulltrúalýðræðið með alþingi, ríkisstjórn og forseta, sem starfi á svipaðan hátt og verið hefur síðustu sjö eða átta áratugina virðist ekki henta okkur nógu vel.   

Skrifpúkinn virðist hafa náð völdum yfir mér. Ég get ekki óskrifandi verið. Ef ég á að koma í veg fyrir að bloggin mín verði óhóflega löng, verð ég að fara að setja upp blogg oft á dag, eins og Jónas Kristjánsson gerir.

IMG 2172Ljós og skuggar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband