1784 - Bónus

Það er talsvert dugnaðarlegt hjá mér að blogga næstum daglega. Oftast hef ég svosem ekki frá neinu að segja, en blogga samt. Þykist vera voða gáfaður, sem ég er þó alls ekki. Þannig er hægt að teygja mál og toga á ýmsa vegu.

Dýrt og ódýrt er afar afstætt. (Er ekki allt afstætt?) Að kaupa sér súpugutl á 5 evrur finnst mér dýrt. Jónasi finnst það ekki. Sama er mér. Held áfram að versla við Jóa í Iceland.

Finnst margir þeirra sem kommenta við fréttaskrif vera alltof orðhvatir. Kannski reyna þeir þegar á hólminn er komið að samræma kommentin skoðunum sínum. En fylgist einhver með öllum þessum kommentum? Varla held ég að það geti verið. Þessvegna verða þau sífellt yfirgengilegri. Kannski er best að sleppa þeim alveg. En eru ekki svona þvínær dagleg bloggskrif í rauninni samsafn kommenta?

Voðalega á ég samt gott að þurfa ekki að halda mig við eitt ákveðið efni í þessum skrifum mínum. Get semsagt vaðið úr einu í annað án allra málalenginga. Og fólk les þetta. Segir Moggabloggsteljarinn. Blaðamannsgreyin þurfa sum að sæta því að skrifa heilu síðurnar um sama efni og fá ekki einu sinni að velja það sjálf. Óþolandi með öllu. Þeir sem skrifa fréttir eða greinar í blöð (netmiðla eða pappírs-) virðast þurfa að halda sig við eitt málefni í gegnum alla greinina. Það er ofbeldi af versta tagi.

Andskoti hefur rignt undanfarið. Svo eru haustlitirnir óðum að koma á allan gróður. Vona bara að veðrið verð bærilegt þann tuttugasta. Bæði ætla ég að skreppa svolítið afbæ þá og svo er ég að vona að kjörsóknin í þjóðaratkvæðagreiðslunni verði góð. Þar getur veðrið skipt máli.

Bónus búðirnar eru sem óðast að breytast í Hagkaupsbúðir. Vöruúrvalið er sífellt að aukast og búðirnar að verða fínni og fínni. Hvar endar þetta? Fara krakkarnir kannski bráðum að syngja á götuhornum afbrigði af Steindórsvísunni frægu?:

Allir hjá Icelandi.  (Eða Geraldi, Nettói eða Krónunni)
Allir hjá Icelandi.
Enginn hjá Bónusi.
Því hann er svoddan svindlari.

IMG 1720Ýmislegt og fleira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband