1664 - The First Ride

016Gamla myndin
Þetta hlýtur að vera Hildur Kristjánsdóttir.

Ég hef aldrei á mótorhjól komið. Samt sem áður heilla þessi farartæki mig talsvert. Frásagnir af langferðum á slíkum hjólum finnst mér oft gaman að lesa. Nýlega las ég bók sem heitir „Þúsund myndir – milljón minningar“ eftir Þormóð Símonarson (Líklega er hann frá Görðum á Snæfellsnesi og afkomandi Möggu í Dalsmynni – en það er önnur saga.) Þá bók fékk ég lánaða á bókasafninu og myndirnar og fleira er hægt að nálgast á netinu. http://www.1000myndir.info/ 

Fyrir nokkrum árum fylgdist ég af áhuga með frásögn á netinu af tveimur mótorhjólamönnum sem fóru umhverfis jörðina (Norðurlöndin, Rússland, Mongólíu, Japan, USA og Kanada – minnir mig) og nú er ég að lesa í kyndlinum mínum bók sem ég fékk ókeypis (á alltaf erfitt með að standast slík tilboð) á Amazon og heitir „The First Ride“. Bókin fjallar um ferðalag fjögurra manna frá Texas í Bandaríkjunum til Panama í Mið-Ameríku á mótorhjólum.

Nú er ég búinn með mótorhjólabókina og hún er verulega góð. Lýsir ekki einungis ferðalaginu yfir Mexíkó og flest lönd Mið-Ameríku heldur er hún ágætis sálfræðileg stúdía jafnframt. Höfundurinn heitir A.H. Rosenberg og bókin er nýkomin út (2012). Gallinn er bara sá að núna er Amazon-fyrirtækið farið að selja hana. Kindle-útgáfan kostar $ 5,34 og kiljan 11,99.

IMG 8281Selur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband