1641 - 83.000.000.000,-

geirGamla myndin.
Þetta er greinilega Geir Magnússon sem situr þarna á herðum Gunnlaugs Sigvaldasonar.

Það undarlega við lífið er að maður veit ekki rassgat um hvað eða hvernig aðrir hugsa. Það er örugglega ekki rétt sem skáldið sagði eitt sinn. „Undarleg ósköp að deyja.“ Það er eiginlega miklu undarlegra að við skulum lifa. Til hvers lifum við? Til að áreita aðra eða til að láta gott af okkur leiða? Til að öðlast sæluvist á himni að þessu lífi loknu? Nirvana jafnvel. Eilíft sæluástand sálarinnar? Er ekki eilífðin hræðilega löng? Til hvers að vera að þessu streði?

Hvað er merkilegt við það að vera til? Væri þá ómerkilegt að vera ekki til? Það er svosem endalaust hægt að spekúlera í orðum. En meika þau einhvern sens? Hversvegna eru fjöllin blá? Er ekki best að vera á móti öllu? Sjálfum sér jafnvel? Hverslags rugl er þetta?

83 milljarðar er svosem enginn peningur. Allavega finnst Davíð það ekki. Ég veit ekki hvort tekur því að kæra hann fyrir þjófnað eða eitthvað þessháttar útaf þessum smámunum. Líklega hefur hann dómskerfið í vasa sínum og yrði sýknaður og gott ef ríkið yrði ekki að borga honum stórfelldar skaðabætur. Ég er ekkert að reyna að slá Jónas út í stóryrðum og ásökunum. Mér blöskrar bara stundum þó ekki sé það stöðugt og viðvarandi eins og hjá sumum.

Ætli endirinn verði ekki sá að ég kjósi Ástþór í forsetakosningunum í sumar. Ekki kýs ég ÓRG. Ástþór hefur ekki borgað mér neitt en mætti auðvitað gera það. Hugsanlegt er að ef ég agitera nógu mikið fyrir hann hér á blogginu mínu að einhverjir glæpist til að kjósa hann. Ekki veit ég samt hvort mér tekst að fá einhverja til að skrifa uppá meðmælaskjal um hans framboð. Geri varla ráð fyrir að ég verði sjálfur ginnkeyptur fyrir slíku. Steinunn Ólína er víst alveg hætt við og er það skaði.

IMG 8087Æ, það er hálfkalt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband