1601 - Eurovision

Untitled Scanned 60Gamla myndin.
Pési.

Einhver sagði í athugasemdum hjá mér um daginn að Eurovision ylli heilaskemmdum. Mér finnst boltavitleysan, pólitíkin og fésbókin gera það líka. Veldur ekki allt sem manni líkar ekki við heilaskemmdum? Mér finnst það. Hvaða heilastarfsemi er fullkomnust? Auðvitað manns eigin. Eigum við að ræða það eitthvað frekar?

Margir tala með myndum; og víst er að með þeim má margt segja. Það eru einkum myndirnar sem festa mig við fésbókina þó ýmsum þeirra sé greinilega breytt í photoshop eða einhverju álíka forriti. Stundum gleymi ég mér alveg við að skoða myndir þar eða á þeim stað sem þær eru sóttar á. Verst hvað maður er oft að skoða sömu myndirnar aftur og aftur. Öll fjölmiðlun er orðin mjög auðveld og einföld nú uppá síðkastið með Internetinu. Þá á ég bæði við útdeilingu og notkun. Fólk er líka orðið mun meðvitaðra um rétt sinn en áður var. Það finnst mér a.m.k.

Þó ég sé farinn að eldast (bráðum sjötugur) finnst mér fremur einfalt að blogga og fylgjast með því sem mér sýnist á fésbókinni og annars staðar á netinu. Allar breytingar og nýjungar taka þó meiri tíma og eru mér um sumt erfiðar. Sennilega er ég seinni að hugsa en ég áður var.

IMG 7827Fossvogsfjara í frosti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband