1526 - Frægð og gredda

Scan554Gamla myndin.
Hreyfilsplanið. Ætli þessi mynd sé ekki tekin rétt fyrir 1970. 1968 eða svo gæti ég trúað.

Smjattið um biskupsmálin heldur áfram. Ekki get ég sagt að sú umræða sé kræsileg. Margir fara illilega framúr sér í henni. Best er að segja sem minnst. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Samt er pólitíska rétthugsunin á fleygiferð. Mér finnst vera búið að fjalla nóg um gredduna í Ólafi biskupi. Samt er ég þannig gerður að ég vil losna við Kalla núverandi. Er það annars ekki aðalmarkmiðið með því að halda umræðunni áfram?

Kannski eru menn orðnir leiðir á að tala í sífellu um Hrunið. Mér finnst umræðan um Guðrúnu Ebbu bara ekki hótinu skárri. En ég ræð ekki hvað talað er um. Ræð ekki nema að takmörkuðu leyti um hvað ég skrifa. Þó mér hundleiðist þetta mál má ég eiginlega ekki skrifa um annað. Ætla samt að gera það.

Gróðurhúsið okkar úti á svölum fór á fulla ferð í rokinu í gær. Komst samt ekki niður af þeim og endaði inni á gangi eftir að búið var að bjarga því úr klóm Kára. Verð víst að ganga betur frá því á eftir. Gott ef náttúröflin eru ekki orðin pólitísk núna á þessum síðustu og verstu. Eiginlega hefði þetta átt að vera hörkubylur. En það er bara ansi hlýtt úti núna. Hnatthlýnuninni halda engin bönd. Hér í fásinninu átti samt hlýnunin að koma fram í kulda. Það minnir mig. Eða það hefur mér skilist. Kannski misskilist. Ætli veðurguðirnir séu ekki bara svona graðir.

Mér hættir til að vera alltof hátíðlegur í þessu bloggi mínu. Við því er lítið að gera. Ég er bara svona. Vildi samt gjarnan vera öðruvísi. Mest mundi mig auðvitað langa til að vera frægur. Langar okkur ekki öll að vera það? Er frægðin samt ekki ofmetin? Til að sefa okkur reynum við oft að gera (með sjálfum okkur a.m.k.) sem mest úr göllunum sem henni fylgja. Þeir sem frægir eru gera það líka. Það er samt af öðrum hvötum. Þeir vilja auðvitað að sem fæstir séu frægir svo þeir sjálfir falli ekki í skuggann. Líka vita þeir að frægðin er fallvölt svo best er að tempra oflætið sem mest.

Svo höldum við því oft fram að margir (jafnvel flestir) séu bara frægir fyrir að vera frægir. Svo er reyndar sjaldnast. Við viljum bara ekki viðurkenna það. Öfundin ræður hvað við segjum. Fólk verður oftast frægt fyrir að skara framúr. Sviðin (ekki þó sviðahausarnir) eru bara svo mörg og sum skiljum við alls ekki.

Eru íþróttir flótti frá raunveruleikanum? Hvaða raunveruleika? Eru stjórnmálin eitthvað raunverulegri en íþróttirnar? Hafa þau meiri áhrif en þær? Er ekki fótboltinn alveg jafn mikilvægur og Evrópusambandið? Er það ekki mikilvægast sem flestir álíta að sé það? Er Justin Bieber ekki alveg jafn merkilegur og Immanuel Kant? Hver ákveður hvaða frægð er merkilegust?

IMG 7030Skógur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki nóg að losna við Kalla; Sem þjóð þurfum við að losa okkur algerlega við ríkiskirkju; Aðeins villimenn halda úti ríkistrú; Erum við bara villimenn, eða þú veist; Apa-sauðir :)

Að auki á ríkið að hætta að punga undir, gefa skattaívilnanir, rukka inn fyrir hjátrúarfélög, sinna bara eftirliti með þessum klúbbum, sjá hvort þeir eru að féfletta einfalda og svona.

Þetta er lágmarkskrafa.

DoctorE 9.11.2011 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband