1287 - Refsingar

Ég skrifaði dálítið um morðið á Hannesi Helgasyni í gær. Eða réttara sagt um dóminn yfir banamanni hans. Átti von á einhverjum umræðum um það mál því ég þykist hafa orðið var við skoðanir hér á Íslandi sem eru líkar því sem tíðkast töluvert í Bandaríkjunum. Í þeim skoðunum speglast oft hefndarþorsti þegar gert er ráð fyrir að refsingar í morð- og nauðgunarmálum og jafnvel flestum afbrotamálum séu til þess að friða brotaþola. Mín skoðun er sú að refsingin sé til þess að koma í veg fyrir önnur álíka tilfelli eftir því sem mögulegt er. 

Ég álít með öðrum orðum að ein af ástæðunum fyrir eflingu konungsvalds á sínum tíma hafi stafað af vilja manna til að komast undan hefndarskyldunni. Eins og kunnugt er var hefndarskyldan ráðandi í fæðardeilun á tímum þjóðveldisins og segja má að flestar Íslendingasögurnar fjalli um hana með einum eða öðrum hætti.

Tvær ástæður held ég að hafi ráðið mestu um vilja Íslendinga til að komast undir stjórn konungs á þrettándu öld. Í fyrsta lagi voru herleiðangrar þeir sem höfðingjar Sturlungaaldar neyddu menn til að fara í orðnir algengir, eyðileggjandi og hættulegir og menn vildu losna við þá. Einnig vildu þeir komast undan hefndarskyldunni með því að framkvæmdavald yrði myndað í landinu.

Mesta skemmtun þeirra sem horfa á sjónvarpsútsendingar frá alþingi er hálftími hálfvitanna sem svo er kallaður og venjulega á sér stað í upphafi þingfunda. En slíkir hálftímar geta skollið á hvenær sem er. Þingmenn virðast geta rætt um hvað sem er ef þeir bara segjast ætla að ræða um fundarstjórn forseta. Ef ráðamönnum landsins finnst eðlilegt að sjónvarpa beint frá svona málfundaæfingum þá er svosem lítið við því að segja en það sem blessaðir þingmennirnir hafa til málanna að leggja er skelfing veigalítið og satt að segja bara argaþras og ekkert annað.

IMG 4676Nú skjótum við og skjótum allir í kór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband