1143 - Kaldur kjarnasamruni

Árið 1989 vakti það mikla athygli að tveir eðlisfræðingar að nafni Pons og Fleischman tilkynntu á blaðamannafundi að þeir hefðu fundið upp það sem vísindamenn allra tíma höfðu glímt lengi við. Það er að segja eilífðarvélina. Þeir kölluðu þetta kaldan kjarnasamruna og sýndu vél sem gerði nákvæmlega það. Hefði þetta verið rétt var þar með búið að leysa orkuvandamál heimsins til allar framtíðar.

Ástæðurnar fyrir þessu voru rangar og villandi mælingar. Í dag gera menn því skóna að Pons og Fleischman hafi í raun og veru trúað því sjálfir að þeir væru að gera merka uppgötvun. Þeir fóru að vísu rangt að. Tilkynntu þetta á blaðamannafundi en leituðu ekki fyrst álits vísindamanna á þessu sviði. Að því leyti var um svindl og svínarí að ræða hjá þeim og þeir hafa aldrei náð sér á strik eftir þetta.

Martin Fleischmann fæddist í Tékkóslóvakíu 29. mars 1927 og fluttist til Englands með fjölskyldu sinni árið 1938.   

Stanley Pons fæddist árið 1943 í Norður-Karólínufylki í Bandaríkjunum.

Á blaðamannafundi 23. mars árið 1989 tilkynntu þeir um uppgötvun sína um kaldan kjarnasamruna og sýnu vél eina því til sönnunar. Hún framkallaði vissulega orku og mælingar sýndu að sú orka hlaut að verða til við samruna kjarnakleyfra efna. Þeir lýsu aðferð sinni og aðrir reyndu að gera það sama og þeir en tókst ekki.

Enn í dag eru samt vísindamenn sem trúa því að kaldur kjarnasamruni sé mögulegur. Í dag eru rannsóknir á þessu sviði yfirleitt kallaðar „low energy nuclear reaktion" svo þær séu síður fordæmdar.

IMG 2830Uppúr þessu grjóti gráu
gægjast blómin undursmá.
Berjast þau í hrauni hráu,
hálfan sólargeisla fá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ég þá frekar biðja um kaldan samruna hangikets og skonsu. Meira seðjandi.

Hoppandi 18.9.2010 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband