1136 - Landsdómur

Mér finnst ég skrifa ágætan stíl. Knappan og auðskilinn. Það gera reyndar margir bloggarar. Jafnvel fésbæklingar líka. Hef aldrei skilið þá sem geta skrifað langar greinar um sömu hugsunina. Hugsun sem vel væri hægt að koma fyrir í einni hnitmiðaðri málsgrein. Bloggurum (mér líka) hættir mjög til að skrifa fréttaskýringar og langhunda um hrunfréttir og þessháttar. 

Ekki er nóg að afgreiða Egil Helgason, Sigrúnu Davíðsdóttur og Láru Hönnu Einarsdóttur með því einu að þau séu vinstrisinnuð. Þau hafa bara staðið vaktina vel og staðið sig miklu betur en þeir blaðamenn sem reglulega skrifa í prentuðu blöðin. Hægrisinnar hafa heldur ekki náð neinu flugi á Netinu. Atburðir hafa vissulega verið þeim andstæðir en það dugar ekki sem skýring.

Pólitískar fréttir og hrunfréttir á mbl.is litast mjög af ákveðinni sýn á atburði og því hvað álitið er að komi ákveðnum mönnum og ákveðnum flokkum best. Hvernig fréttir eru sagðar, hvort lögð er mikil eða lítil áhersla á tilteknar fréttir eða þeim jafnvel stungið undir stól er líka látið þjóna ákveðnu markmiði. Auðvitað getur þetta verið svipað hjá öðrum blöðum. Ég les bara mbl.is umfram önnur vefrit og er gagnrýninn á það.

Nú er mjög rætt um það að landsdómur verði líklega kallaður saman. Nefnd alþingismanna sem skipuð var til að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndarinnar mun væntanlega skila áliti á laugardaginn og þá mun koma í ljós hvort hún mælir með því að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir vanrækslu eins og mælt var með. Líklegt er að Alþingi sjái sér ekki annað fært en samþykkja tillögu þingnefndarinnar.

Hrunstyðjendur eru þegar farnir að óskapast yfir því hve dýrt það verði fyrir ríkissjóð ef ráðherrar verði dæmdir af landsdómi fyrir vanrækslu og þar með að bera ábyrgð á hruninu. Þeir sem þannig láta eru að fara talsvert framúr sjálfum sér og fráleitt er að meta allt til peninga sem gert er eða látið ógert. Í lögum um ráðherraábyrgð er ekki getið um skaðabótaábyrgð svo dæma yrði eftir öðrum lögum um það.

Hitt er eflaust rétt að fyrrverandi ráðherrar eru varla borgunarmenn fyrir háum upphæðum. Jafnvel enn síður en útrásarvíkingarnir sem þó er forðast eftir megni að ákæra fyrir nokkurn hlut.

IMG 3001Dæmigerður graffari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nefndin um Landsdóm er þríklofinn. Sjálfstæðimenn vilja ekki draga neinn fyrir Landsdóm. Bara til að hlífa sínum mönnum. Það mundu VG líka gera ef þeirra menn hefðu verið í stjórn. Einskis er að vænta frá Alþingis. Þetta er skrílstofnun.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.9.2010 kl. 12:32

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það ætti að stefna þessu liði fyrir guðsdóm!

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.9.2010 kl. 14:12

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er má líka skoða í öðru ljósi Sigurður Þór.  Það sem skiptir okkur höfuð máli er að skilja tilhlítar atburðarrásinna  og hvernig má koma í veg fyrir að það sama endur taki sig á okkar lífstíð.  Okkur vantar enga sökudólga, heldur fólk sem þorir að segja það sem þarf.    

Það má alveg senda þeim ábendingar sem á sannast vanræksla eða klaufaskapur.  En þegar allar þær upplýsingar sem leitað hefur verið eftir eru komnar á borðið og skilgreindar þá má kæra þá sem eru staðnir að yfirhylmingum við rannsókn málsins. Fyrirgefðu afskiptaseminna Sæmundur.

Hrólfur Þ Hraundal, 11.9.2010 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband