1056 - Um Dr. Gunna og fleiri

Hef lesið mikið á undanförnum misserum um bankahrunið og afleiðingar þess. Varðandi þau skrif hef ég hrifist af einum manni umfram aðra. Hann leggur ekki áherslu á að tala með sem mestum æsingi og reynir ekki að hafa sem mest áhrif á aðra með hnitmiðuðum orðavaðli. Nei, hann heldur sig við tölur og staðreyndir og talar mál sem auðvelt er að skilja. 

Þarna á ég við Marínó G. Njálsson. Heppnir erum við bloggarar að hafa slíkan mann í okkar röðum. Hægt er að treysta því sem hann segir. Hann kynnir sér þau mál sem hann skrifar um og gerir það vel.

Finnst ekki ástæða til að fjölyrða meira um þetta en blogg-greinar hans eru í mörgum tilvikum mun meira upplýsandi en umfjöllum fjölmiðla um sömu mál.

Brjánn Guðjónsson (Brian Curly) minnist á það á fésbók sinni að Dr. Gunni sé snilldarpenni og birtir þar eftir hann gamla Fréttablaðsbakþanka. Ekki vil ég draga úr því að Gunni sé góður. Hljómsveitarpælingar hans finnst mér þó ekkert skemmtilegar því ég hef engan áhuga á þeim. Mér hefur alltaf mistekist þegar ég hef ætlað að setja bloggið hans í Google-readerinn minn. En það er hægt að fylgjast með honum á blogg-gáttinni. Hef mikið álit á blogginu hans þó hann hafi vissulega fleiri hliðar.

Dr. Gunni er á pari við Jónas Kristjánsson en þeir eru bestu bloggarar landsins hvað sem Stefán Pálsson segir. Báðir skrifa þeir líka veitingahúsagagnrýni en kannski er það tilviljun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband