1024 - Bumblebees

Öðru hvoru man ég skyndilega eftir einhverju sem ég hef séð í blöðum. Einu sinni var fyrirsögn í Mogganum þar sem sagði að geitungastofninn hefði hrunið. Sú frétt gladdi mig mjög. Svo hef ég líka heyrt talað um geitungadaginn mikla. Sennilega er hann ekki enn kominn eða stofninn í lamasessi ennþá. 

Hinsvegar er býflugnavikunni miklu sennilega að ljúka núna. Þessar stóru, röndóttu og loðnu hlussur þurfa allar að flækjast inn um gluggana hérna. Ég hef ekki við að henda þeim út. Einu sinni tók ég þær með höndunum og henti framaf svölunum. Í fyrra setti ég tusku eða bréf yfir þær áður en ég tók þær. Nú þarf ég helst að setja glas yfir þær og stinnan pappa undir áður en ég kem þeim út. Heimur versnandi fer.

Mér finnst þetta Hildar-Helgu-mál afar athyglisvert. Sé samt ekki mikið bloggað um það. Svanur Gísli segir sér hafa verið sagt að hún hafi brotið reglur þeirra Moggabloggsmanna en það er mér ekki nóg. Helst vildi ég heyra í henni sjálfri og vita hvað henni finnst um þetta. Kannski er henni bara alveg sama. Hugsanlega farin að blogga annarsstaðar. Ekki hef ég samt orðið var við það. Líklega getur hún enn lesið Moggablogg og er eyðilögð yfir því hve litla athygli þetta vekur. Mér er ekki sama og ekki heldur rótt.

Þetta Thailandsmál finnst mér líka merkilegt. Samt hef ég aldrei til Thailands komið og þekki enga þar. Hvorki ferðamenn né aðra. Finnst fréttir sem birtast um þetta mál hér á landi vera afar mikið í skötulíki.

Við Áslaug fórum á bókasöfnin í dag (mánudag) og fengum léðar bækur. Alltof margar reyndar. Komumst sennilega aldrei yfir að lesa þær. Man ekki sérstaklega eftir neinum en á kannski eftir að segja frá einhverjum þeirra hér fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta með hlussurnar.  Ég læt konuna um það.  Hún notar aðferð nr 3, glas og stinnan pappa.

Ólafur Sveinsson 18.5.2010 kl. 08:45

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

eftir að hafa étið allskonar pöddur í morgunmat, hádegis og kvöldmat í thailandi þá finnst mér þessar feitu bústnu bara frekar heillandi :)

http://skari60.blog.is/admin/album/#album_27400_image_817898

Óskar Þorkelsson, 18.5.2010 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband