1009 - Pocahontas

Oft er talað um Ólaf Ragnar Grímsson sem klappstýru útrásarinnar. Það er heilmikið til í því. Sjálfum er mér minnisstætt að einhverntíma stóð til að leyfa Bandaríkjamönnum að gera teiknimynd um Snorra Þorfinnsson í stað Pocahontas. ÓRG flutti um þetta ræðu. Bandaríkjamenn áttu að fá að vera með í þessu af því að þar var talin vera einhver þekking á gerð teiknimynda. Hugmyndin sjálf um Snorra Þorfinnsson (sem allir sannir Íslendingar hljóta að þekkja) sem fyrsta innfædda hvítingjann í Ameríku var auðvitað miklu betri en þessi auma hugmynd um indíánastelpuna ræfilslegu sem kölluð var Pocahontas.

Þrátt fyrir þetta styð ég ÓRG í mörgu sem hann gerir. Ef honum tekst til dæmis að koma á markverðu stjórnlagaþingi má fyrirgefa honum flest. Alltof mörgum virðist ákaflega uppsigað við hann og geta varla fundið nægilega sterk orð til að úthúða honum.

Veit varla hvað ég á að tala um. Hef á tilfinningunni að þessi helgi og fyrstu dagarnir eftir hana geti orðið mikilvægir mörgum. Íslenskir stjórnmálamenn hljóta aðfara að athuga sinn gang og eitthvað fer að gerast í Thailandi. Mál geta ekki haldið áfram á sama hátt og verið hefur.

Veðrið er gott. Maí er kominn og vorið sennilega líka. Eyjafjallajökull að verða ögn stilltari - eða ekki. Eiginlega geta hlutirnir bara farið batnandi. Sem er gott. Vel má þó gera ráð fyrir að eitthvað versni. Katla gæti til dæmis ákveðið að bíða ekki lengur. Þingmenn gætu tekið uppá því að sitja sem fastast. Rauðu skyrturnar gætu haldið útilegunni í Bangkok áfram til eilífðarnóns. Hvað veit ég? Litlar líkur eru samt á hafís eða bólusótt.

Fyrsti maí var haldinn hátíðlegur í Reykjavík og víða annars staðar. Sjálfur skrönglaðist ég niður í bæ og tók nokkrar myndir. Gerði lítið annað. Var til dæmis ekki með neitt skilti:

IMG 1807Fyrsti maí í Reykjavík. Takið eftir drullusokkunum vinstra megin við miðju.

IMG 1814Biðröð við Bæjarins bestu.

IMG 1816Sölumennska í Bankastræti.

IMG 1818Aðgerðum lokið.

 

IMG 1827Hef ekki hugmynd um hvað þetta er. En eitthvað er það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Takk fyrir pistilinn.

Heimir Tómasson, 3.5.2010 kl. 09:19

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mér fannst nú Pocahontas voða krútt    Þar fyrir utan þá var það Guðríður kona Þorfinns sem réði för þeirra samkvæmt Eiríks sögu. Hún var semsagt kallinn í hjónabandinu hehe. Ef einhver kvenskörungur á skilinn sess í landnámssögunni þá er það sennilega hún. Vitað er að Columbus kom til Íslands áður en hann sigldi vestur um haf. Sennilegt að hann hafi haft fregnir af leiðöngrum Íslendinganna til Vínlands á þeirri viðdvöl.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.5.2010 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband