960 - Dagskrárstjóri RUV

Tek undir það með Stefáni Friðriki Stefánssyni að athyglisvert er að Egill Helgason skuli sækja um starf sem dagskrárstjóri RUV. Sé ekki í fljótu bragði hvernig Palli ætlar að ganga framhjá honum. Þó eru mörg athyglisverð nöfn á listanum. Nefni bara nokkur: Davíð Þór Jónsson, Felix Bergsson, Lárus Ýmir Óskarsson, Lovísa Óladóttir, Maríanna Friðjónsdóttir, Sigurjón Kjartansson og Þorfinnur Ómarsson. Fróðlegt verður að vita hver hlýtur hnossið.

Völd dagskrárstjóra RUV eru heilmikil. Ekki alltaf sýnileg en þó mikil. Komist Egill Helga í þá stöðu er ég hræddur um að veruleg vinstri sveifla verði þar innanbúðar. Samt er ekki útilokað að svo verði. Líka gæti hrunskýrslan komið fram áður en mjög langt um líður. Spennandi tímar framundan.

Einhverntíma orti Örn Arnarson eftirfarandi:

Þegar óhapp einfeldings
auð hins ríka skerðir.
Reka hann til réttarþings
reiðir lagaverðir.

Nei, þetta er ekki eftir Bubba þó hann hafi einhverntíma raulað eitthvað svipað. Orðalagið er kannski dálitið gamaldags en samt sé ég ekki betur en þessi vísa eigi ágætlega við í dag.

Suðurnesjamenn segja ekki margt um prófkjör framsóknarmanna í Grindavík. Staðhæft er að þar hafi sjálfstæðismenn ráðið mestu. Öruggt er þó að einhverjir framsóknarmenn tóku þátt í því enda var það galopið. Í síðustu kosningum fengu framsóknarmenn meira en fjögur hundruð atkvæði í Grindavík og voru það næstum 30 % atkvæða. Semsagt óvenju glæsileg niðurstaða. Úrslitin í prófkjörinu um daginn komu nokkuð á óvart. Alls tóku 605 þátt í því. Að vísu ruglaðist röð frambjóðenda eitthvað frá því sem kjörnefnd hafði gert ráð fyrir en það breytir því ekki að prófkjörið var óvenju glæsilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óttalegur einfeldningur,
aldrei veit hann hvað hann syngur,
Þorbjörn hann er þrjátíu prósent,
það er í Framsókn kallað fjölmennt.

Þorsteinn Briem, 15.3.2010 kl. 06:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætti að vera yfir það hafinn,
Einar Ben, skuldum vafinn,
lítill á því leikur vafinn,
þar liggur hundurinn grafinn.

Íslendingar gerðu betur.

Þorsteinn Briem, 15.3.2010 kl. 08:46

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mér finnst það útí hött að auglýsa og ráða í starf dagskrárstjóra án þess að fram hafi farið umræða á Alþingi  um framtíðarskipan almannaútvarps. Núverandi skipan er algert rugl og búið að vera lengi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.3.2010 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband