3203 - Um ketti

Nú er ég búinn að blogga tvo daga í röð og ætla að reyna við þann þriðja. Kannski verður

þetta blogg í styttra lagi, en það læt ég mér í léttu rúmi liggja. Vissulega gæti ég reynt að segja eitthvað gáfulegt um eldgosin á Reykjanesi, en ég nenni því ekki.

KATTASPEKI

Kettir „heyra“ hreyfingu og sjá með tvennu móti. Annars vegar það sem hreyfist og hins vegar það sem ekki hreyfist. Þeir skynja hvort maður er sofandi eða ekki. Einnig í hvernig skapi maður er og hvort eitthvað kemur nálægt þeim, þegar þeir eru sofandi. Kettir veiða ekki fugla. A.m.k. gera heimiliskettir það ekki. Annars vegar vegna þess að þeir fá nóg að borða með öðru móti og hins vegar vegna þess að þeim þykja mýs og flugur miklu betri. Og svo er allt hitt. Níu líf og þessháttar.

Læt ég svo þessari speki lokið. Ekki er víst að allir séu sammála mér.

Ekki veit ég hvor ástæða er til að hafa þetta lengra.

IMG 3470Einhver mynd.


Bloggfærslur 19. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband