2570 - Enn um Tromparann

Að því kemur fyrr eða síðar að tölvur ráða leyndardóminn um skákina. Hvort er hún jafntefli eða á hvítur að geta unnið ef báðir tefla eins vel og mögulegt er? Ég hef semsagt enga trú á því að þessi leyndardómur verði ráðinn á þann hátt að svartur eigi að geta sigrað. Tölvur eru mun betri í skák en mannfólkið. Á því er enginn vafi núorðið. Kannski þarf eitthvað töluvert að bíða eftir því að tölvur ráði þennan leyndardóm, en það er enginn vafi á því að þær munu gera það á endanum. Þangað til getum við vesæl mannkertin haldið áfram að leika okkur.

Vitanlega getur vel verið að mannfólkið verði búið að steypa sér í eilífa glötun (t.d. með kjarnorkusprengjum) áður en svo verður. Þá verður bara að byrja upp á nýtt. Að því kemur að þessi leyndadómur verður afhjúpaður. Þá munum við skákunnendur allir sem einn verða að éta ofan í okkur fullyrðingarnar um hve skákin sé einstök. Af hverju eru tölvurnar ekki löngu búnar að þessu? Lengi hefur þetta verið reynt. Í upphafi var árangurinn ekki góður. Satt að segja hlægilega lélegur. Núna er hann hinsvegar ágætur. Þó árangurinn sé aðallega sá að nú eru tölvurnar búnar að stinga mannlega hugsun af.

Ekki slær Tromparinn slöku við. Það er næstum allt fréttaefni sem hann gerir. Spurningin er bara hvað hann getur gert mikinn skaða áður en hann verður hrakinn úr embætti. Einn af aðalkostunum við bandaríska kerfið er að það er hægt. Mistókst að vísu með Clinton en samt er það hægt.

Varla er hægt að segja að byrjun Trumps í embætti lofi góðu. Óvinsælli forseti hefur varla tekið við embætti í Hvíta húsinu. Þetta má sjá af mörgu. Bæði skoðanakönnunum og ýmsu öðru. Annars er þessi heimspólitík hálfleiðinleg. Satt að segja er mér alveg sama hvað Tromparinn gerir. Hann á í mestu erfileikum með að ná til mín. Þetta held ég a.m.k. og áreiðalega margir fleiri. Kannski er það einmitt afskiptaleysið og meðvirknin sem hann treystir á. Eiginlega ættu allir að gera það sem þeir geta til að gera honum lífið leitt sem forseta. Pesónulega er mér skítsama um hann. Hann sóttist eftir þessu svo ekki þarf að hafa samviskubit þess vegna.

Halda auglýsendur virkilega að það borgi sig til langs tíma litið að auglýsa „allt að 90 % afslátt“ af hinu og þessu. Kannski tekst þeim að selja fáein stykki af einhverju sem þeir hafa lengi verið í vandræðum með að losna við, en framtíðin getur varla verið björt hjá þeim því flestir kúnnar hljóta að halda áfram að gera ráð fyrir „allt að 90 %“ afslætti. Ef ég væri verslunareigandi mundi ég forðast aulýsingar af þessu tagi.

IMG 2223Einhver mynd.


Bloggfærslur 7. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband