2571 - Um Trump, Proppé og ýmislegt annađ

Einhvern vegin fékk ég ţađ á tilfinninguna, ţegar ég heyrđi ađ Óttarr Proppé vildi gjarnan gerast heilbrigđisráđherra, ađ hann ćtlađi sér ađ gera gagn ţar. Ţetta var alveg öfugt viđ ţađ sem pólitíkusar eru vanir en samt hélt ég ţetta. Nú er ég farinn ađ efast. Sennilega er hann bara ótíndur og ómerkilegur kjaftaskur eins og allir hinir ţó hann bauli mikiđ eftir hverja setningu og ţykist vera ađ hugsa sig um. Orđinu vill hann ekki sleppa ţví ţá gćti brostiđ á međ óţćgilegar spurningar. Ţessi svokallađa ríkisstjórn er handónýt og ég finn afar litla löngun hjá mér til ađ fjölyrđa meira um ţađ.

Margt má eflaust um greinarmerki segja. Ţó vildi ég helst ađ ţau vćru ekki til. Nema ţá helst punkturinn. Hann nota ég mikiđ. Kommuna stundum og spurningarmerkiđ. Önnur held ég ađ megi ađ mestu missa sig. Auđvitađ geta gćsalappirnar oft gengt einhverju hlutverki og tvípunkturinn svosem líka. Ţar fyrir utan eru ţessi blessuđu greinarmerki međ öllu óţörf finnst mér og vćru best komin á öskuhaugum sögunnar. Nóg er nú ađ ţurfa sífellt ađ vara sig á stafsetningunni ţó ekki bćtist kommusetning og önnur óáran viđ. Lćt ég svo ţessum söng lokiđ.

Hlustađi ađeins á sjónvarpsútsendingu frá alţingi áđan. Ekki er ég viss um ađ svo hafi veriđ tekiđ til orđa, en einhvern vegin svona hljómađi ţađ í mínum eyrum. „Svo vil ég fara ţess á leit viđ sjúkdómaráđherrann ađ hann beiti sér fyrir ţví ađ menn verđi frískir aftur. Ţ.e.a.s. ef fjáransráđherrann leyfir ţađ og túristaráđherrann sér ekkert athugavert viđ ţađ.“

Einn helsti gallinn viđ Trump (fyrir utan hvađ hann er hćgrisinnađur) er ađ hann og helstu fylgismenn hans virđast trúa í raun og veru allskyns samsćriskenningum. Auđvitađ skađar ţađ fáa ţó efast sé enn um ađ Kennedy hafi í raun og veru veriđ myrtur af Lee Harvey Oswald. Svipađ má segja um „nine eleven“ eins og Bandaríkjamenn nefna ţađ (raunar er ekki beinlínis efast um tilvist Tvíburaturnanna heldur um ýmislegt í sambandi viđ hrun ţeirra) Margir efast líka um ađ tunglferđirnar hafi í raun og veru veriđ farnar.

Út yfir tekur ţó ţegar efast er um ađ „Sandy Hook“ fjöldamorđin hafi átt sér stađ. Fabulera jafnvel um „Bowling Green“ fjöldamorđin sem sannarlega áttu sér aldrei stađ. Upplognar fréttir verđa til ţess ađ hćgt er ađ efast um allan fjárann. Svo birta fjölmiđlar óvart myndir af skopstćlingu af Donald Trump og halda ađ veriđ sé ađ birta mynd af honum sjálfum. Já, fésbókarsýkin getur tekiđ á sig ýmsar myndir.

Ef ég vćri í fullu fjöri ennţá gćti ég eflaust skrifađ daglega á bloggiđ mitt eins og ég gerđi einu sinni. En nú er ég orđinn svo gamall ađ ég geri allt fremur hćgt (hugsa jafnvel hćgt) og ţessvegna líđa oft margir dagar á milli ţess sem ég lćt svo lítiđ ađ blogga. Samt hef ég nokkuđ gaman af ţví ađ láta ljós mitt skína og aldrei vantar mig umrćđuefni.

IMG 2216Einhver mynd.


Bloggfćrslur 12. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband