2133 - Þjóðaratkvæðagreiðsla skiptir máli

Ríkisstjórnin rær nú að því öllum árum að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Af hverju skyldi það vera? Egill Helgason hefur skýringuna. http://eyjan.pressan.is/silfuregils/ og vitnar í Andra Geir Arinbjarnarson. http://blog.pressan.is/andrigeir/  Það er á sinn hátt trúverðugt að eignarhald á bönkunum skipti máli. Það er engin tilviljun að hér þrífist engir erlendir bankar. Á sama hátt (kannski sjáanlegra samt) er útlendum olíufyrirtækjum gert ómögulegt að koma sér fyrir hérna. Ísland er of lítið til að standa gegn einokunartilburðum innlendra stórra og valdamikilla fyrirtækja. Eiginlega er það alveg nægileg ástæða fyrir því að vilja ganga í ESB.

Spurningin um það hvort slíta skuli viðræðum við ESB sem allra fyrst snýst  ekki að neinu leyti um það á hve skiljanlegu máli samningurinn sjálfur verður fyrir allan almenning. Það er samt ein af röksemdunum fyrir frumvarpinu um viðræðuslit. Auðvitað verður hann túlkaður út og suður af fylgjendum og andstæðingum. Allt bendir samt til að meirihluti Íslendinga sé andvígur honum. Ætíð ber að varast óþarfa flýti. Ef ekki er hægt að rökstyðja flýtinn málefnalega, er best að taka enga ákvörðun.

Með þjóðaratkvæðagreiðslunni vill fólk kannski umfram allt láta í ljós óánægju sína með ríkisstjórnina, án þess að eiga neitt á hættu varðandi ESB. Eru þetta þá einskonar aukakosningar, sem verið er að tala um? Já, mér finnst það, og á vissan hátt frelsar það frambjóðendur í sveitarstjórnarkosningunum frá því að taka afstöðu til málsins. Það er hlé á viðræðunum núna og ekki er hægt að sjá að Íslendingar græði neitt á því almennt séð að slíta viðræðunum án nokkurrar niðurstöðu. Líklegast finnst mér að sá tími sem farið hefur í samningaumleitanir sé svo langur sem raun ber vitni vegna þess að ekki sé neitt útlit fyrir að samkomulag náist.

Með viðræðuslitunum getur ríkisstjórn íhalds og framsóknar tekið til óspilltra málanna við að endurskapa 2007 ástandið. Það er draumurinn. Kannski ætla þeir að vara sig á hruninu og vafalaust verður það ekki nærri eins og síðast.

Æ, pólitíkin er ósköp leiðinleg. Það er samt ekki hægt að láta hana alveg eiga sig og við lifum vissulega á viðsjárverðum tímum.

Auk þess er ég vanur að minnast á Ásgautsstaði í blogginu mínu. Eiginlega er það nokkuð gott dæmi um sífelldan yfirgang þeirra aðila sem þykjast eiga eitthvað undir sér. Með samtakamætti gætum við auðveldlega tekið af þeim völdin.

IMG 0054Í Hörpunni II.


Bloggfærslur 7. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband