1053 - Fésbók, Gnarr og ýmislegt fleira

Ekki ber á öðru. Nú hefur hæstiréttur sett allt á annan endann í þjóðfélaginu rétt á eftir Jóni Gnarr. Hvar endar þetta eiginlega? Ég er nú svo gamall sem á grönum má sjá (skegginu altsvo) en man ekki eftir svo hröðum breytingum sem nú skella á þjóðinni.

Þessi fésbók er meiri vitleysan. Nú er hægt að segja að maður kunni að meta athugasemdir og þeir sem það gera eru víst meiri manneskjur en aðrir. Kannski hefur þetta alltaf verið svona. Ef maður skrifar eitthvað á fésbókarvegginn eða annars staðar veit maður aldrei hvert það fer og hver sér það. Maður sér líka furðulegustu hluti. Sumir skrifa greinilega eitthvað þar og halda að sumir sjái það en aðrir ekki. Óttalega ruglandi.

Auðvitað er best að skrifa bara sem allra minnst en stundum ræður maður ekkert við sig. Fídusarnir eru líka svo margir að maður veit ekkert hvernig maður á að nota þá. Best að láta þá bara í friði. Svo hefur íslenskunin á skilaboðum í forritinu ekki alltaf tekist sem skyldi. Sumt er maður orðinn svo vanur að sjá á ensku að það skilst illa á íslensku.

Bloggi maður aftur á móti þá ímyndar maður sér að minnsta kosti að hlutirnir séu svolítið einfaldari.

Bloggið hans doktor Gunna er stórfínt. Mæli með að allir lesi. Hef samt aldrei komið honum í Google-readerinn minn.

Fylgist ekki nákvæmlega með því á hverju fólk heykslast mest á hverjum tíma. Síst af öllu hvaðan sú hneykslun kemur. Nú virðist fólk hneykslast mest á því að Jón Gnarr sé að gera eitthvað ólöglegt með því að fækka nefndum. Niður með þau lög sem banna slíkt, séu þau til. Svo eru aðrir að hneykslast á því að Jóhanna skuli rugla saman Dýrafirði og Arnarfirði. Mér finnst það skipta litlu máli. Sýnir bara að hún er lítið kunnug á þessu svæði.


Bloggfærslur 18. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband