1049 - Moggabloggarinn ég

Samkvæmt teljara Moggabloggsins fer lesendum mínum fækkandi. Einnig virðist sífellt færri vikuheimsóknir þurfa til að komast á 400 listann. Síðast þegar ég gáði voru það 117. Einu sinni þurfti meira en 350 slíkar til að komast á hann, jafnvel 4 til 5 hundruð. En eins og við vitum sem komin erum á fullorðinsár fer öllu hrakandi. Smile

Mér er alveg sama um hrakandi vinsældir Moggabloggsins. Auðvitað er meira gaman að vera mikið lesinn og ég veit alveg hvernig á að komast ofar á vinsældalistann á Moggablogginu. Nenni því bara ekki.

Kannski ég taki Sigurð Þór Guðjónsson mér til fyrirmyndar og fari að skrifa meira á fésbókina og fjölga vinum mínum þar. Að eiga gífurlegan fjölda af vinum á Facebook, líka við annað eins af hinu og þessu og skrifa undir hitt og þetta freistar mín bara ekki. En svo lengist lærið sem lífið var einu sinni sagt. Auðvitað er ég svotil alveg vinalaus á fésbókinni saman borið við Steina Briem til dæmis sem átti 3865 vini þar síðast þegar ég gáði.

Heimasíða Hafdísar. Var að taka til í dóti hjá mér. Þar fundust þessar slitrur af gamalli heimasíðu sem myndin er af. Hún er að sjálfsögðu hýst núna hér í Kópavoginum.

heimasida


Bloggfærslur 14. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband