1036 - Kosningum lokið - Allir þreyttir

Einhverntíma var sagt: „Er nokkuð til eldra en dagblað frá í gær?" Nú sé ég að hér eru eldri og ómerkari hlutir. Nefnilega bæklingar með kosningaáróðri sem eftir á að henda. Get ekki ímyndað mér úreltari hluti.

Merkilegt hvað allir stóðu sig vel í nýafstöðnum kosningum. Unnu yfirleitt á eða töpuðu að minnsta kosti afar litlu ef viðmiðin eru höfð rétt. Einstaka eru samt svo slæmir að þeir fara bara í fýlu og segja af sér. Jón Gnarr tapaði reyndar engu og hafði engu að tapa.

Fyrir mér sýna kosningaúrslitin um helgina einkum það að hlutirnir geta breyst þó erfitt sé að gera ráð fyrir slíku. Vonandi gengur einhver gnarrlegur fram fyrir skjöldu í næstu þingkosningum. Það er að segja ef Jón og félagar standa sig bærilega.

Best að skrifa sem minnst ef maður hefur ekkert að segja. Þessvegna þagna ég núna en set inn fáeinar myndir.

IMG 1934Ghostbusters á Akureyri. Ætli það séu ekki draugafælur sem þeir eru með á bakinu?

IMG 1943Galleríið hjá Jónasi Braga. ÓRG fékk glerlistaverk hjá honum til að gefa Margréti Þórhildi þegar hún átti afmæli eða eitthvað.

IMG 1953Tálbeita fyrir býflugur.

IMG 1957Og hér er ein að reyna að komast út.

IMG 1964Bíóhöllin á Akranesi. Fædd 1942 eins og fleiri.


Bloggfærslur 1. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband