752 - ESB - Kjarval - Ekkert um Icesave

Það er erfitt að skrifa æsingalaust um ESB-málið. Það mun kljúfa þjóðina enda ekki skrítið. Afdrifaríkt er málið mjög. Fylgi við umsókn var á Alþingi. Þó vel megi halda því fram að einhverjir þingmenn vinstri grænna hafi í raun verið á móti aðild þó þeir hafi greitt atkvæði með frumvarpinu þá átti slíkt ekki síður við um ýmsa aðra þingmenn með öfugum formerkjum. 

Æskilegt væri að fá fljótlega skoðanankönnun þar sem í ljós kæmi hve mikill hluti landsmanna styður í raun aðild að bandalaginu. Líklegt er að þjóðin skiptist í þrjá nokkuð jafna hluta. Einn þriðji vilji bíða og sjá hvað kemur út úr samningaviðræðum. Þriðji hlutinn sé hlynntur aðild en mismunandi mikið þó. Afgangurinn sé þá andvígur aðild af ýmsum orsökum.

Eflaust munu hlutföllin breytast þegar aðildarviðræðum er lokið og samningur er fyrirliggjandi. Mikilvægt er að þeir sem undir lenda í þeirri atkvæðagreiðslu, sem í kjölfarið mun fylgja, sætti sig bærilega við úrslitin.

Dropinn holar steininn. Margir eru farnir að trúa Ingimundi Kjarval um þjófnað Reykjavíkurborgar á því sem Jóhannes Sveinsson Kjarval lét eftir sig. Kjarval er viðurkenndur sem einn merkasti listamaður landsins og teikningar hans og skissur allar eru örugglega mikils virði. Reykjavíkurborg hefur slegið eign sinni á það allt og segir hann hafa ánafnað sér því. Erfingjar hans hafa ekki fengið neitt. Ingimundur Kjarval sem búsettur er í Bandaríkjunum hefur verið óþreytandi við að kynna málstað erfingjanna undanfarin ár og örugglega eru margir sem taka mark á honum. Málaferli eru í gangi en ég veit ekki nákvæmlega hvernig staðan þar er núna.


Bloggfærslur 24. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband