740- Sagan af Ásmundi vinstri græna úr Dölunum

sýnir fyrst og fremst að stjórnmálamenn yfirleitt eru skíthræddir við þjóðaratkvæðagreiðslur. Kannski finnst þeim það vera eitthvert vantraust á þingmannsheiður sinn og vissulega er það rétt. Tímasetning slíkra atkvæðagreiðslna og um hvað er nákvæmlega kosið skiptir auðvitað máli, en ef alþingismenn treysta fólki til að kjósa sig af hverju ekki að treysta því sama fólki til að kjósa um erfið mál? Nei annars það er alveg rétt, þingmenn eru ekki nema að litlu leyti kosnir. Aðallega eru þeir skipaðir af formönnum fjórflokksins. Þessvegna eru þeir líka svona hræddir. 

Ríkisstjórninni finnst hún þurfa að hafa taumhald á sínu fólki. Ef stjórnarandstöðunni gengur betur að múlbinda sitt fólk þá er það bara þannig. Líklega rennur þetta mál samt allt út í sandinn. En ekki verður hjá því komist að taka ákvörðun í Icesave-málinu. Þessi tvö mál koma til með að taka alla athygli þingmanna næstu vikurnar.

Og svo eru það fáeinar myndir úr góða veðrinu í dag: Geit, hreindýr, hani, selur og önd. Öll með heimilisfang í húsdýragarðinum.

IMG 3438IMG 3442IMG 3443IMG 3476IMG 3496


Bloggfærslur 11. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband