725 - Ekki meira Icesave

Skiljanlega eru flestir að verða leiðir á þessu Icesave-máli. Sjálfur er ég það líka. En erfitt er það. Eru ekki flest mál tengd Icesave?

Vinstri grænir eru að bila í ESB-málinu og þeir ESB-andstæðingar sem treystu þeim best sjá nú eftir öllu saman. Samt fer aðildarumsókn eflaust ekki á flot fyrr en seint og um síðir. Icesave-málið tefur fyrir henni. Æ, þetta var óvart.

Er fésbókin opinber? spyr Friðrik Þór. Þetta er merkileg spurning. Oft finnst fólki að það sem sagt er í trúnaði við tölvuna ætti ekki að fara lengra. Einkum í hinni alltumlykjandi og óskeikulu baksjón. Menn sjá oft eftir því sem þeir láta flakka í prívatsamtölum við Internetið.

Hlutirnir fara ekki að batna fyrr en botninum er náð. Mbl.is segir að Eva Joly hafi sagt að hún álíti ekki að botninum sé náð í efnahagskreppu heimsins. Ég man að Geir Haarde sagði ítrekað að nú væri sko botninum náð. Hlutirnir gætu bara ekki haldið áfram að versna. Aldrei trúði ég honum. Hið góða sakar ekki. Best að búast alltaf við því versta.


Bloggfærslur 24. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband