724- Icesave - Fæ aldrei nóg af þessu leiðindamáli

Það er auðvelt að segja að við eigum ekki að borga Icesafe. Erfiðara að benda á hvað annað við eigum að gera. Fara dómstólaleiðina segja sumir. Hvaða dómstólaleið? Ég veit ekki til þess að neinn dómstóll dæmi í milliríkjadeilum ef aðilar vilja það ekki. Það notfærðum við Íslendingar okkur í eina tíð. 

Einfaldlega borga bara ekki og sjá til. Það er leið sem er miklu eðlilegri. Andstæðingar okkar gætu auðvitað gert okkur ýmsa grikki en það væri óneitanlega meira í samræmi við víkingseðli okkar og mundi varla eyðileggja álit annarra þjóða á okkur meir en orðið er.

Borgar sig að prófa þetta? Veit það ekki. Sumum liði betur. Mér finnst alveg koma til greina að standa við sitt og borga þó við eigum erfitt með það. Í gamla daga hurfu skuldir alltaf á endanum. Það voru verðbólguskuldir. Skuldir nú eru varanlegri.

Af hverju taka ekki Bretar og Hollendingar bara eigur Landsbankans í Bretlandi og láta sig hverfa? Þeir eru fjölmennari en við og eiga auðveldara með að fela skuldirnar með deilingu. En þeir eru hræddir um að efnahagslægðin í heiminum verði mjög langvarandi. Í uppgangi mundu skuldirnar alltaf sýnast minni og minni en ekki í niðursveiflu. Áhættan er okkar.


Bloggfærslur 23. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband