723 - Icesave, Joly, Valtýr og 120

Hart er nú deilt um Icesave samninginn og er það engin furða. Sagt er að  ríkisstjórnarsamstarfinu sé ekki hætt þó ríkisábyrgðarfrumvarpið, sem reyndar á eftir að koma fram, verði fellt eins og líklega verður gert. Þó vitum við lítið um hvað í því muni standa. Hugsanlega verður í því tekið tillit til þeirrar harkalegu gagnrýni á samninginn sem fram hefur komið síðustu daga.

Forðumst að gera meira úr ágreiningi en efni standa til. Samningurinn stendur og fellur með því sem Alþingi gerir og þar sitja fulltrúar okkar og við væntum þess að þeir skoði hug sinn vel.

Skoða þarf allar hliðar málsins. Líka hvað líklegt er að gerist ef samningur um Icesafe verður ekki gerður. Mál sem tengjast bankahruninu síðastliðið haust munu halda áfram að fylgja okkur næstu árin. Flokkaskipun í landinu mun riðlast og er þegar búin að því að nokkru. Trúi ekki að bylting verði. Trúi líka að Joly sigri Valtý þó fáir virðist hafa áhuga á því máli lengur.

Fjórir, átta, fimm og sjö.
Fjórtán, tólf og níu.
Ellefu, þrettán, eitt og tvö.
Átján, sex og tíu.

Svonalagað skemmtu menn sér við að setja saman í gamla daga. Veit ekkert eftir hvern þetta er og hugsanlega er vísan mjög gömul. Auðvitað er líka hægt að skrifa þetta með tölustöfum og útkoman ef lagt er saman er nákvæmlega eitt stórt hundrað.

 

Bloggfærslur 22. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband