722 - Er byltingin á leiðinni?

Sumt bendir til að byltingin sé raunverulega á leiðinni til Íslands. Vonandi verður hún ekki blóðug. Vinstrisinnaður almenningur gæti tekið völdin og hvar standa hvítliðar og hægrisinnar þá? Hrökklist núverandi stjórn frá völdum  má búast við hverju sem er.

Auðvitað er ekki grín gerandi að þessu. En lætin á Austurvelli í dag laugardag, tónninn í ýmsum sem um þessi mál fjalla (sjá t.d. blogg bloggvina minna Láru Hönnu Einarsdóttur og Guðbjörns Guðbjörnssonar) og margt fleira bendir til að kveikiþráðurinn sé að styttast hjá mörgum.

Það mál sem mun raunverulega skipta þjóðinni í tvær fylkingar er þó að mestu órætt. Þar á ég auðvitað við ESB-málið. Á margan hátt er sú flokkaskipting sem hér hefur viðgengist lengi gengin sér til húðar. Menn verða aldrei samir eftir það sem á hefur gengið hér á landi síðustu mánuði.

 

Bloggfærslur 21. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband