690- Málfjólur og annað þess háttar ásamt nokkrum myndum

Einhverntíma snemma á ferli Stöðvar 2 þegar Karl Garðarsson var fréttamaður þar komst hann svo að orði að einhver hefði hlaupið upp milli handa og fóta út af einhverju sem ég man ekki lengur hvað var. Þetta þótti mér afar óhönduglega að orði komist og síðan hef ég haft lítið álit á fjölmiðlum í málverndarstarfi. 

Sverrir Páll Erlendsson á Akureyri hefur verið óþreytandi í málrækt. Einnig nú í seinni tíð Eiður Guðnason á Moggablogginu. Annars eru leiðréttingar á þessu sviði fremur tilviljanakenndar.

Úr því ég er byrjaður að tala um þessi mál er ég að hugsa um að rifja upp nokkrar málfjólur sem ég hef rekist á. Þetta hef ég gert áður og mun leitast við að endurtaka mig sem minnst.

Hann birtist eins og skrattinn úr Sauðalæknum. (eða frá Sauðárkróki)

Jakki er ekki frakki nema síður sé. (Þetta er nú reyndar nokkuð vel sagt)

Sjá sína sæng útbreidda.

Það er eins og hver sjái uppundir sjálfan sig.

Þegar ein báran rís þá er önnur stök.
Þarna er greinilega tveimur málsháttum ruglað saman. Sá fyrri er svona: Þegar ein bárna rís þá er önnur vís. Hinn er þannig: Sjaldan er ein báran stök.

Hann var ekkert að tvítóna við þetta.

Að berjast í bönkum.

Að skjóta stelk í bringu.

Árunni kennir illur ræðari.

Fleiri fjólur vildi ég gjarnan fá í kommentakerfið. Það er óvitlaust að safna þessum ósköpum.

Og svo nokkrar myndir:

IMG 2652Straumur við Hafnarfjörð.

IMG 2653Höfnin í Straumsvík.

IMG 2654Fjórir kranar og Esjan í baksýn.

IMG 2660Steinhleðsla skammt frá Straumi.

IMG 2662Þór með Mjölni og hafra rétt hjá Straumi.

IMG 2664Heldur er nú ruslaralegt hér.

IMG 2668Einhverskonar þari eða þang.

IMG 2669Já, þetta er í Straumsvík.

IMG 2676Sandpokavígi skammt frá Straumsvík merkt Sjálfstæðisflokknum.

 

Bloggfærslur 20. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband