672- Innhverf íhugun eða úthverf

Innhverf íhugun er í tísku núna. Ef ég man rétt hefur hún lengi tíðkast á Indlandi og eflaust víðar í Asíu og Bítlarnir voru eitthvað að fikta við þetta fyrir margt löngu. 

Hjá mér fellur hún næstum því í sama farveg og talnaspeki og áruhreinsun jafnvel þó frægur kvikmyndaleikstjóri sé ánetjaður þessu. Auðvitað getur samt verið að eitthvert vit sé í þessu en ég bara svona ferkantaður.

Ævisaga var eitt sinn rituð um Harry Houdini töframanninn fræga. Þessa bók las ég í æsku og er ekki frá því að með þeim lestri hafi ég fengið þann antipata á miðlum og þess háttar kukli að það hafi enst mér til þessa dags. Auðvitað er þó ekki útilokað að eitthvað sé að marka þessi hjávísindi en mér er bara fyrirmunað að trúa því.

Jafnvel þó því sé trúað að miðlar og spámenn séu margfróðir og segi oftast satt get ég alls ekki lagt trúnað á að þeim sé gerlegt að starfa í gegnum útvarp á þann hátt sem oft er haldið að fólki. Þeir fjölmiðlar sem gefa slíku undir fótinn falla mjög í áliti hjá mér.


Bloggfærslur 2. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband