3260 - Október

3260 –   Október

Ekki gekk þetta. Nú er kominn október og ekki neitt framhald á þessum skrifum.

Sennilega er ég betri í að skrifa á venjulegt (gamaldags) lyklaborð. en þessi nýmóðins, sem eru afslepp á alla kanta. Sjáum til.

Þetta er októberinnleggið og ég held að ekki þýði neitt að ætla sér að blogga daglega, a.m.k. ekki til að byrja með. Nær  er líklega að gera það svona vikulega.

Nú er ég kominn í dagdvöl á Höfða og þar er að mörgu leyti gott að vera. Að vísu gerir maður ekki alltaf margt þar, fyrir utan að glápa á sjónvarpið, en allavega fær maður gott og mikið að borða. Og það er mikilvægt fyrir mann eins og mig sem er orðinn gamalmenni og er að reyna af byggja upp  styrk í löppunum og bæta jafnvægið. Það gengur hægt en við því er ekkert að gera.

Ég geri mér engar vonir um að margir lesi þetta, en væntanlega verða það einhverjir. Svo tefli ég stundum og rabba við einhverja sem eru þarna með mér í dagdvöl, og les Moggann eða önnur blöð, fer í boccía eða eitthvað.

Nú nenni ég ekki að hafa þetta lengra og er hættur.

WP 20160412 11 21 38 ProEinhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Sæmundur Bjarnason það er ekki meginatriði að skrifa eitthvað blogg, bara til þess að vera með. Nei þú ættir að skrifa, til að hafa jákvæð áhrif á fólk. Ég er sannfærður um að þú getur það. Gott er að heyra að þér líður vel þegar þú ert á Höfða.

Hvers vegna vitnar þú ekki um hið góða, fagra og fullkomna sem þú hefur fengið að reyna á mörgum lífdögum? Ef þú segir okkur frá erfiðri reynslu, segðu okkur þá hvernig Forsjónin leiddi þig út úr ógöngunum. Það gæti orðið fólki til blessunar.

Líf þitt hefur áreiðanlega verið sögulegt. Mig langar t.d. að spyrja þig: Hefur þú búið Akranesi allt þitt líf? Hvers konar störf hefur þú stundað á lífsleiðinni? Ertu, eða varstu, kvæntur? Áttu börn á lífi?

Guðmundur Örn Ragnarsson, 27.10.2025 kl. 17:31

2 identicon

Guðmundur Örn

Þakka þér fyrir tilskrifið.

Mörg svör við spurningum þínum er að finna hér á blogginu.

Tölurnar fremst í blogginu eru hlaupandi númer á þeim bloggum sem ég hef skrifað um æfina.

Konan mín dó í janúar s.l.

Þakka þér enn og aftur.

Sæmbj

sæmundur bjarnason16 7.11.2025 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband