3092 - Þjóðlegur fróðleikur

Sennilega er kominn tími til að ég bloggi pínulítið. Covid-19 og talibanafréttir læt ég eiga sig að sinni, þó flestum þyki það merkilegustu fréttirnar núumstundir. Það eru svo margir sem sjá patent-lausnir á þeim málum að ekki er á það bætandi. Auðvitað hef ég mínar skoðanir á þeim málum öllum saman og hvernig þau tengjast þeim málum sem ég þó skrifa um.

Loftslagsmál og kosningar falla eiginlega alveg í skuggann í fréttum á Íslandi að þessu sinni. Ekki ætla ég að fjölyrða mikið um þau mál. Að minnsta kosti ekki núna. Margir verða víst til þess á næstunni. Persónuleg mál er ekki líklegt að verði mikið til umræðu á blogginu og þaðan af síður vísnagerð og þjóðlegur fróðleikur þó það séu þau mál sem ég hef mestan áhuga á þessi dægrin.

Hef að undanförnu verið að lesa bækur eftir Sverri Krisjánsson og Tómas Guðmundsson, en eins og kunnugt er lögðu þeir saman og skrifuðu afar vinsælar bækur undir sameigilega heitinu „Íslenzkir örlagaþættir“ á árunum 1964 til 1972 eða lengur. Núna er ég að lesa bókina „Íslenzkt mannlíf“ eftir Jón Helgason. Sú bók er gefin út árið 1962 og sögð vera númer 4. 

Ekki ætla ég mér þá dul að endursegja sögurnar sem frá þessum listamönnum eru komnar en vil bara benda mönnum á að lesa þær hafi þeir einhvern áhuga á þjóðlegum fróðleik eða sagnfræði. Þessar bækur allar eru fengnar fyrir lítinn pening á mörkuðum ýmiss konar. Sannorðir hafa sagt mér að bókum sé í stórum stíl hent nútildags hér á Íslandi og eru það ekki meðmæli með sjálfri bókaþjóðinni. Ekki þykir lengur fínt að hafa bókahillur upp um alla veggi einsog einu sinni var.

IMG 4557Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband