3091 - Þekktu sjálfan þig

Mikilvægasta lexían sem ég hef lært á langri ævi er „Þekktu sjálfan þig“. Já, ég get sagt á langri ævi vegna þess að ég er að verða áttræður. Þetta með að þekkja sjálfan sig á bæði við um líkamlegt og andlegt ástand. „Þekktu sjálfan þig“, sögðu Grikkir til forna, eða voru það kannski Rómverjar. Varla getur það skipt miklu máli. Ef megrunarkúr er málið þá skiptir viljastyrkurinn kannski mestu. Þetta datt mér í hug í gær þegar ég var að lýsa nýjasta megrunarkúr mínum og var að lýsa því að ég væri í svelti fyrri hluta dags. Þá gæti ég bara drukkið vatn og kaffi. Einhver spurði hvort ég settí þá mjólk út í kaffið. Kannski er í þessu einmitt fólginn leyndardómurinn varðandi megrunarkúrana. Árangur næst ekki nema með því að neita sér um mat. Um að gera að setja samt sjálfur þær reglur sem eiga að gilda, en festa sig ekki í því sem aðrir segja. Fer meira að segja sársvangur út í Bónus þó það sé í blóra við flestar ráðleggingar. Ég nota líka að sjálfsögðu mjólk úti kaffið og segi ýmist að það sé til þess að fá á það réttan lit eða rétta bragðið, en af því ég á auðveldara með að neita mér um mat á morgana en á kvöldin þá hef ég sniðið megrunarkúrinn eftir mínum þörfum. Læt ég svo útrætt um megrunarkúra allskonar að sinni, þó margt megi að sjálfsögðu um þá segja.

Vel er gerlegt að komast hátt á vinsældalista Moggablossins, ef það er markmiðið. Kannski er þá best að skrifa um pólitík og þykjast vita allt betur en aðrir. Líka er mikilvægt að skrifa oft. Helst daglega. Þar getur maður valið sér umræðuefnið og það er mikilvægt. Með bloggi eða langlokum á félagslegum miðlum getur maður þóst vera voða gáfaður og sagt allan fjandann. Ekki þarf maður að berjast við að fá orðið. Hvað þá að standa við það sem sagt er. Alltaf er hægt að finna einhverjar afsakanir, ef maður talar af sér. Ef einhverjir lesa snilldina á annað borð er vonandi erfitt að hætta. En umfram allt verður það að vera stuttaralegt.

IMG 4563Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband