2890 - Um blaðlýs o.fl.

2890 – Um blaðlýs o.fl.

Veit svosem ekki hvað ég á að skrifa um. En nú er ég andvaka sem oft áður og ekkert veit ég skemmtilegra við þær aðstæður en að blogga.

Já, ég er nýkominn frá Tenerife og þar var svosem mikið af  „sumri og sól“, nóg að „éta“ o.s.frv. Um það og háttalag landans, og reyndar miklu fleiri, þar um slóðir mætti margt segja. Matarsóun, hávaði, mannfjöldi og ýmislegt annað er þar geigvænlegt og gaf svo sannarlega tilefni til ýmiss konar hugleiðinga, jafnvel heimspekilegra.

Við Íslendingar eigum svo sannarlega mikið land og stórt, einkum í ljósi þeirrar heimshlýnunar sem að okkur er haldið. Í umræðum um það fyrirbrigði sem heimshlýnun vissulega er, tíðkast mjög að rugla saman „eigin skít“ og loftslagi. Að flestu leyti er þar samt um gjörsamlega óskyld fyrirbæri að ræða.

Ef litið er á Jörðina sem lifandi veru er á allan hátt hægt að líta á mannkynið sem hvern annan „blaðlúsafaraldur“, sem Jörðin mun hrista af sér í fyllingu tímans. Fyrir henni er svo sannarlega „einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir“ og margmilljarðlega mætti eflaust margfalda þá samlíkingu til að nálgast einhvern sannleika.

Mér hættir mjög til að verða í bloggskrifum mínum, einum um of hátiðlegur. Eins og ég sé prestlærður og að predika yfir óupplýstum lýð. Þetta er bara veikleiki sem ég á í mestu erfiðleikum með að losa mig við. Fésbókina, snjallsímann, Internetið og auglýsingar dagsins ásamt hinum gífurlega  hraða nútímans er að flestu leyti hægt að líta á sem „verkfæri andskotans“. Með þessu getur yfirstéttin ráðið yfir því sem pöpullinn hugsar. Í rauninni er þetta sama fyrirbærið og  hjá Rómverjum í sínum „brauð og leikjum“ Aðferðirnar eru talsvert breyttar samt.

Enn er hátíðleikinn að trufla mig. Ekkert vil ég frekar en að dásama lýðræðið, en vera samt á móti því í raun og veru. Er það ekki lýræðislegt að hella yfir fólk allskonar upplýsingum og peningum í þeim tilgangi að ráða hvað það hugsar. Kínverjar virðast hafa fundið upp aðferð til að láta völdin ekki vera undir lýðræði komin, þó sumir vilji það (lýðræðið) umfram allt.

Þetta blogg mitt er þegar orðið lengra en ég hélt að það yrði. Einskonar millibilsástand vil ég samt helst líta á það. Þegar ég er betur búinn að jafna mig á muninum á hitabeltinu og heimskautabeltinu mun ég líklega láta ljós mitt skína.

Einhver mynd.IMG 6541


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband