2889 - Tenerife

Nei, ég er ekki alveg dauður ennþá. Er nýkominn úr hálfsmánaðarfríi á Tenerife og þegar ég fer í frí, eins og núna, meina ég algjört frí. Les ekki blöð og þaðan af síður Fésbók, sem ég uppnefni alltaf þannig. Horfi ekki á fréttir eða neitt þessháttar. Skoða símann minn sem minnst (hleð hann þó) og hugsa fyrst og fremst um eigin maga. Fer ekki í sólbað og skil ekki þennan sólbaðshugsunarhátt. Segi kannski lítið en hugsa þeim mun meira.

Af þessu öllu leiðir að ég er kannski lengur að komast í blogg-gírinn aftur en ætla mætti. Er samt að hugsa um að halda áfram með þessa vileysu (bloggið) þegar ég er búinn að kynna mér umræðuna hérlendis, síðasta hálfa mánuðinn eða svo. Einhverjir eru svo langt leiddir að þeir fara hingað á bloggsvæðið mitt þó ekkert sé að gerast þar.

IMG 6544Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þorfinnur Karlsefni er nú tæpast efni í “einhverja mynd” félagi Sæmundur, en mikið djöfull er ég á sömu línu og þú, er kemur að því að taka sér frí. Velkominn heim kúturinn minn og bíð spenntur eftir 2890.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.11.2019 kl. 00:25

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þó Þorfinnur karlsefni hafi þurft að bregða sér frá finnst mér óþarfi að vera að hallmæla honum fyrir það. Sennilega er hann merkari maður en allir bloggarar samtímans.

Ekki geri ég ráð fyrir að lifa til 2890 og hef enga tilfinningu fyrir mikilleik þeirra dagsetningar.

Sæmundur Bjarnason, 8.11.2019 kl. 06:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband