2767 - Er feminismi vinstri stefna?

Las í morgun bréf útaf úrskurđi Umbođsmanns Alţingis um lagatúlkun Tryggingastofnunar Íslands og í Fréttablađi dagsins sé ég ađ ţetta er orđiđ ađ forsíđuefni ţar. Ekki veit ég neitt um efnisatriđi ţessa máls umfram ţađ sem komiđ hefur fram í fréttum og bréfum, en greinilegt er ađ ýmsir ađilar, bćđi einstaklingar og samtök eru farin/farnir (hvort eru ţađ ađilarnir eđa samtökin sem eiga ađ stýra ţessu) ađ líta á Umbođsmanninn sem einskonar dómstól. Kannski er ekki vanţörf á ţví í viđskiptum viđ ríkiđ ţví eđlilegt er ađ flestir hasist upp á ţví ađ eiga viđ dómstóla ţessa lands og lögfrćđingastóđiđ sem virđist geta teygt og togađ lög og reglugerđir í ýmsar áttir. Ţar ađ auki er afskaplega dýrt ađ eiga viđ ţá ađila og mál geta tekiđ mörg ár.

Stofnanir ýmisskonar (Tryggingastofnunin er ekki ein um ţetta) virđast vera orđnar einskonar ríki í ríkinu og túlka lög og reglugerđir sem mest sér í hag. Ráđuneyti og ađrir ađilar sem ćttu ađ geta skipađ ţeim fyrir nenna ekki ađ sinna neinu sem máli skiptir. Starfsmenn ţar eru sennilega of uppteknir viđ ađ naga blýanta. Allaf ţurfa Íslendingar ađ haga sér eins og ţeir séu stórţjóđ en ekki minni en flest sem lítiđ er.

Ţessar tvćr klásúlur sem hérna eru fyrir ofan setti ég á fésbókina síđastliđinn mánudag, ţví mér fannst á ţessu liggja. Einsog kunnugt er ţá lifa margir fyrir fésbókina og ég veit ekki hvort ég hef sömu lesendur ţar og hér. Allavega hef ég vaniđ mig á ađ auglýsa innlegg á ţennan vettvang á fésbókar-rćksninu og auk ţess set ég stundum sama efni ţar og hér.

Alveg finnst mér ţađ síđasta sort (einsog Einar smiđur í Borgarnesi sagđi jafnan) ađ henda útum gluggann 87 milljónum í einhvern atburđ sem afar fáir höfđu nokkurn áhuga á. Ţetta létu alţingismenn véla sig til ađ gera. Sögđust vera ađ ţessu til ađ minnast hundrađ ára afmćlis fullveldis ţjóđarinnar. Ţađ hefđi veriđ hćgt ađ gera öđruvísi.

Kannski er blessađ bloggiđ ađ ganga í endurnýjun lífdaga. Margir eru í vaxandi mćli búnir ađ fá leiđ á fésbókinni. Enda er hún oft eins og hver annar kjaftavađall. Sumir höfđu horn í síđu Moggabloggsins á sínum tíma. Vel má svosem halda ţví fram ađ ţađ sé ekki alvörublogg, enda ţarf ekkert fyrir ţví ađ hafa. Upphaflega er ţađ sennilega hugsađ sem vettvangur fyrir athugasemdir viđ fréttir og annađ á mbl.is. Vinsćldir ţess voru miklar á tímabili en ţegar fésbókinni fór ađ vaxa fiskur um hrygg og Davíđ tók viđ stjórnartaumunum á Moggableđlinum fóru margir ţađan. Kannski koma ţeir aftur í fyllingu tímans.

Sennilega er „MÍTÚ-byltingin“ ađ komast á nýtt stig. Til ţess benda orkuveitumálin og hćstréttadómaramáliđ í Bandaríkjunum. Eftir ţví sem konur standa betur saman eykst pólitískt vald ţeirra. Ekki stöndum viđ Íslendingar neitt sérlega illa ţar. Ţó má alltaf gera betur. Ekki er hćgt ađ mótmćla ţví ađ konum hefur veriđ haldiđ verulega niđri á undangengnum áratugum og víđa er svo enn. „Feministar allra landa sameinist“ Vinstrisinnar víđast hvar í heiminum geta í ađalariđum tekiđ undir ţetta.

IMG 7805Einhver mynd.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Á Ţingvöllum var ţrútiđ fés,
ţingsins ljóta Dana,
Sćmi hélt ţar sig til hlés,
en sauđir vildu hana.

Ţorsteinn Briem, 19.9.2018 kl. 10:00

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Á öllum Dönum eru fés
ekki lengur mögur.
Pia sína sálma blés
sýndist ekki fögur.

Sćmundur Bjarnason, 19.9.2018 kl. 13:36

3 identicon

Sćll Sćmundur.

"...en greinilegt er ađ ýmsir ađilar, bćđi einstaklingar og samtök eru farin/farnir (hvort eru ţađ ađilarnir eđa samtökin sem eiga ađ stýra ţessu) ađ líta á Umbođsmanninn sem einskonar dómstól."

Ofnotkun nafnháttar: sögnin ađ vera+nh (nafnháttur)

(ég er ekki ađ skilja ţetta > ég skil ţetta ekki)

Ţetta hefđi ef til vill mátt orđa svona:

"...en greinilegt er ađ einstaklingar og samtök líta á umbođsmanninn ...".

Húsari. 19.9.2018 kl. 21:08

4 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

 

Alltaf má deila um orđalag. Orđalag er stíll. Breytt orđalag er ţađ sem mér finnst hćttulegast íslenskri tungu. Einnig ţađ ađ íslensku skuli úthýst hjá heilum starfsgreinum. Einstök orđ, svo ég tali nú ekki um einstaka bókstafi, finnst mér engu, eđa a.m.k. litlu, máli skipta. Mér ţótti málfrćđi alltaf hundleiđinleg í skóla, en hef samt tileinkađ mér hana ađ einhverju leyti.

Sćmundur Bjarnason, 20.9.2018 kl. 05:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband