2111 - Skákdagurinn er á sunnudaginn

Mér er sagt ađ sýslumađurinn á Selfossi hafi hringt í lögfrćđinginn útaf Ásgautsstađamálinu. Kannski hefur ţađ einhverja ţýđingu, en ţó er ţađ ekki víst. Símtöl eru ódýr en geta samt skipt máli. Fundur er mögulega á nćstunni. Lćt ţetta duga í bili.

Nćstkomandi sunnudag (26. janúar) kl. 14:00 mun Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák tefla fjöltefli í Borgarnesi. Ţađ fer fram viđ Hyrnutorg, Borgarbraut 58 í Borgarnesi og ţátttaka er öllum heimil og ókeypis í ţokkabót. Sonur minn setti ţennan viđburđ á fésbók og ég veit ekki betur en ţeim upplýsingum sem ţar koma fram hafi veriđ dreift af mörgum. 26. janúar er afmćlisdagur Friđriks Ólafssonar ef ég man rétt. (Hann verđur áttrćđur á nćsta ári.) Skákdagurinn er ţann dag og ţá er reynt er ađ kynna skák eins og mögulegt er.

Nú er mjög í tísku ađ spá falli fésbókar. Unga fólkiđ er ađ fara annađ. Ţetta er eins og nćstum allt annađ. Kemst í tísku. Verđur ofurvinsćlt. Úreldist og fellur í gleymsku. Ég er fastur í árans blogginu og kemst ekki ţađan. Fór hálfnauđugur á fésbókina á sínum tíma og hef aldrei kunnađ viđ mig ţar. Hlakka til ađ losna. Svanur Gísli skrifar ýmislegt um ţetta og ég er alveg sammála honum: http://svanurg.blog.is/blog/svanurg/entry/1348865/

Byrjađ er ađ veđja um hver verđi ráđinn útvarpsstjóri. Sjálfur vildi ég helst sjá Stefán Jón Hafstein ţar, en hann er víst ekki í réttum flokki svo hann kemur varla til greina. Hann er sá eini sem ég kannast eitthvađ viđ. Bjarni nokkur Guđmundsson er sagđur hátt skrifađur en ég held ađ hann sé útvarpsstjóri í viđlögum ţessa dagana og hafi skrifađ afsökunarbréfiđ til Austurríska sjónvarpsins um daginn á lélegri menntaskólaensku í stađinn fyrir á góđri ţýsku sem ţeir hefđu alveg átt skiliđ. Ađra kannast ég lítiđ sem ekkert viđ.

Ţađ unga fólk eđa unglingar sem kaupir sér hluti á rađgreiđslum og eignast ţannig ţađ sem hugurinn girnist er bara ađ leyfa ţeim fyrirtćkjum sem svona lagađ stunda ađ festa í sig öngulinn. Auđvitađ er ţađ svo ađ međ ţví ađ fara ţessa leiđ er hćgt ađ líta mun betur út í augum annarra og líđa jafnvel betur sjálfum og grćđa í raun og veru sé verđbólgan nćgilega mikil. Vitanlega er ţađ fáviska hin mesta ţegar sagt er ađ allir grćđi á ţví ađ verđbólgan sé lítil eđa engin. Mikill fjöldi fólks grćđir verulega á ţví ađ hafa hana sem mesta. Annars vćri hún ekki.

Undanfariđ hef ég veriđ ađ taka svolítiđ til í gömlu pappírsdrasli. Ţar kennir margra grasa. Einhverntím hef ég veriđ fastur í neti fjárglćframanna, ţađ sýna bréfin og áskoranirnar frá lögfrćđingum allskonar. Fyrir eigin tilverknađ (og kannski međ hjálp annarra, jafnvel verđbólgunnar) hef ég smátt og smátt komist út úr ţví. Mikill léttir er ađ skulda ekki neinum neitt (ađ ráđi a.m.k.) Í stađinn er kannski ekki hćgt ađ veita sér eins mikiđ, en ţađ gerir minnst til. Velmegunin felst ađallega í ístrunni. Ţó mađur taki hana kannski međ sér í gröfina er ekki víst ađ hún fari lengra.

DV skrifar um netflix. Ţeir sem vilja gerast áskrifendur ađ ţví geta fariđ á http://einstein.is/ . Nenni ekki ađ standa í ţví sjálfur ţví ég horfi hvort eđ er ekki mikiđ á kvikmyndir. Á ţar ađ auki flakkara og kemst aldrei yfir ađ horfa á allt sem ţar er.

Í DV er líka (á pdf-skjali) bréf til Bubba frá G. Helgu Ingadóttur og ég ráđlegg öllum ađ lesa ţađ. Ummćli Bubba um ţađ bréf voru ţannig eftir ţví sem DV segir: „Ég er alls ekkert fúll yfir ţessu en ég fékk smá ónot ţegar ég fékk bréfiđ. Ţá velti ég fyrir mér hvort ţessi kona ćtlađi ađ láta bloggherinn rćna af mér ćrunni“. Annars finnst mér ţetta allt vera hluti af auglýsingu fyrir einhvern ţátt sem á ađ fara ađ sýna á Stöđ 2.

IMG 5864Lok á einhverju.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll. Sé ađ ţú minnist á svokallađ Ásgautsstađamál. Um hvađ snýst umrćtt mál . Vćri fínt ef ţú gćtir útskýrt ţađ ađeins í stuttu máli fyrir okkur sem lesum bloggiđ ţitt. Ţakka skemmtileg skrif.

Helgi Bjarnason 25.1.2014 kl. 14:43

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Ég skrifađ um ţađ 10 des. nokkuđ ítarlega, en í stuttu máli snýst ţađ um ólöglega notkun Árborgar á jörđinni Ásgautsstöđum. Sú jörđ var seld í mörgum hlutum og konan mín og systkini hennar eru erfingjar ađ einum níunda hluta hennar. Stokkseyri, Eyrarbakki, Selfoss og Sandvíkurhreppur held ég ađ hafi sameinast fyrir nokkrum árum og séu núna sveitarfélagiđ Árborg.

Sćmundur Bjarnason, 28.1.2014 kl. 00:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband