1933 - Mitt daglega blogg

Nú eru leikar að æsast í pólitíkinni, og ég er hræddur um að æsingurinn sé fullmikill í mörgum. Það er ekki lífsspursmál hver lýgur mest í undirbúningi kosninga eða hvaða flokkur er bestur. Ég held að allir vilji vel sem bjóða sig fram. Svona er ég nú saklaus. En einhverjir verða víst að tapa og aðrir að vinna. Oft er þó skemmtilegt að heyra skýringar eftirá á sigri og töpum. Áróðurinn og lætin síðustu vikurnar fyrir alþingiskosningar er samt fremur leiðinlegur.

Vissulega stefnir í stórsigur Framsóknarflokksins samkvæmt skoðanakönnunum. Yfirleitt eru þær nokkuð réttar. Það er samt alltof grunnfærnisleg skýring að segja að þeir kjósendur sem þann flokk ætla að kjósa séu bara svona vitlausir. Lágmark er að viðurkenna að áróður þeirra Framsóknarmanna sé betur heppnaður en andstæðinganna. Sú frétt að skuldavandi heimilanna sé það sem flestir álíta aðalkosningamálið kemur mér nokkuð á óvart. Ég hefði haldið að sá skuldavandi væri ekki einu sinni sjálfstætt vandamál. Miklu fremur hluti af öðrum.

Mér finnst ekki taka því að láta hið pólitíska ljós mitt skína. Sjálfum finnst mér það þó ansi skært. Ótrúlega oft er það talsvert líkt bloggljósi Egils Helgasonar. Veit ekki hvort það eru meðmæli með mér eða Agli. Kannski hvorugum.

Lengi má snurfusa texta. Bloggið er góð æfing í að gera ekki alltof mikið af því. Sumir virðast að vísu ekki einu sinni lesa bloggin sín yfir. Margir gera það þó og ég er einn af þeim. Það er næstum endalaust hægt að lagfæra orðalag og þessháttar. Með tilkomu bloggsins er þessari sótt þó markaður styttri tími en öðrum skrifum. Einskonar rithöfunda hlýtur að mega kalla góða bloggara þó þeir gefi kannski aldrei neitt út nema bloggin sín. Hér er víst við hæfi að ég flýti mér að láta þess getið að ég álít sjálfan mig allsekki nema miðlungsbloggara, þó ég bloggi kannski ögn meira en meðaltalið segir til um.

Að byggja þjóðfélag er ekkert smámál. Það verður ekki til af sjálfu sér. Áður fyrr meðan samband milli fólks var af skornum skammti voru það fáir menn sem réðu öllu. Eða a.m.k. öllu sem þeir vildu ráða. Fjölmiðlar voru þá ótrúlega valdamiklir. Í dag er því alls ekki svo varið. Það eru ótal margir sem geta komið skoðunum sínum á framfæri og gera það. Gallinn er bara sá að svo fáir heyra það. Stjórnmálaþátttaka fólks er alltaf að aukast. Sennilega skiptir netið þar mestu máli.

Þessvegna er það svo mikilvægt að hverskyns stjórnsýsla sé opin og aðgengileg öllum. Ekki má heldur eyðileggja möguleika „litla mannsins“ til að kjafta frá eins og sagan segir að litli putti hafi gert. Netið og nanótæknin er ein sú mesta bylting sem orðið hefur lengi. Hugsanlega bæði mikilvægari en iðnbyltingin og prentlistin. Máttur netsins á þó að mestu eftir að koma í ljós enda er það varla fyrr en á þessari öld sem það hefur náð verulegri útbreiðslu. Nauðsynlegt er að ungt fólk kynnist strax í skólanámi nýjustu tækni og vísindum.

IMG 2936Fjögur dekk.


mbl.is Ungmenni forrituðu vélmenni til slagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband