Þrettánda blogg (en þó ekki þrettándablogg)

Þrettánda blogg (en þó ekki þrettándablogg)

Jæja, þá er tölvukvikindið komið í lag aftur. Nei annars, ég er kominn með nýja og fína tölvu en sama skjá reyndar. Tölvan er frá Benna en Jói setti nýtt stýrikerfi á hana og þ.h. Times New Roman 14 punktar er það sem ég ætla að reyna að nota og sjá hvernig það reynist. Undanfarna daga hef ég þurft að notast við Laptop tölvu með skrats mús (þ.e.a.s plötu sem maður klórar í til að fá músarbendilinn til að hreyfast) og satt að segja hefur mér ekki gengið mjög vel að eiga við hana. Ég hef þó komist á Netið og getað ferðast um það og lesið það sem ég vil. Ég hef átt í dálitlum erfiðleikum með að skrifa þar því ekkert word var á þeirri tölvu en aftur á móti Window Vista.

Benni kom hingað í gærkvöldi með stóra og flotta hátalara sem hann hefur smíðað. Það er fínt sánd í þeim en við eigum samt eftir að tengja þá því það vantar lengri snúrur. Hann týndi lyklunum að voffanum sem hann var á og fékk Volvoinn hjá Bjarna og við leitum kannski betur í dag.

Mér bauðst að taka aukavakt í gær en það hentaði mér ekki m.a. vegna tölvumála og svo reiknaði ég með að þurfa að sækja Áslaugu á Vesturgötuna, en þegar til kom þurfti þess ekki.

Lauk í gær við að lesa Runaway jury eftir Grisham sem ég keypti um daginn í góða hirðinum á 100 kall. Sæmileg bók og dálítið spennandi í lokin svo maður eyddi meiri tíma í hana en eðlilegt var.

Jæja, ekki meira núna, en kannski fljótlega aftur. Lesendum mínum er kannski ögn að fjölga en þó minnast nú engir á þetta. Moggabloggið nýtur alls ekki mikillar virðingar en mér er sama um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband