3154 - Um vinsældir

Lykillinn að því að ná vinsældum hér á Moggablogginu er að skrifa oft og reglulega. Helst daglega. Það er að segja ef það er það sem maður er að sækjast eftir. Ég sækist eftir því, sem stórhaus, eins og Brjánn sagði einhvern tíma, að vera á meðal þeirra 50 vinsælustu hérna. Allir sem skrifa hér eru stórskrýtnir. Ekki öfunda ég PallaVill af vinsældum sínum. Hann er vafalaust búinn að venja sig á fyrir löngu (það var fyrir fisk, að þessi garður var ull) að blogga á hverjum degi og alltaf um pólitík. Hægrisinnaður er hann með afbrigðum, en við því er ekki neitt að gera. Ómar Ragnarsson hefur í ellinni reynt að hamla eitthvað gegn vinsældum hans, en það gengur illa, þó hann hafi frá mörgu að segja. Það koma bara einhverjir hægrisinnar og blogga eins og enginn sé morgundagurinn. Sumir skrifa í hálfkæringi og eru gjarnan vinsælir vegna þess. Svo eru menn eins og ég, sem komast nokkuð hátt í vinsældum, en skrifa bara stundum.

IMG 3862Einhver mynd.


Bloggfærslur 5. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband